Töluverð aukning í heildarveltu atvinnulífsins 17. september 2010 11:47 Heildarvelta í atvinnulífinu samkvæmt virðisaukaskattskýrslum jókst töluvert í maí og júní samanborið við sama tímabil í fyrra. Í krónum talið var hún 15% meiri á þessu tímabili en að teknu tilliti til verðlagsbreytinga nam aukningin 7,9%. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þetta sé í þriðja sinn í röð frá bankahruninu árið 2008 sem aukning mælist að raunvirði í innlendri veltu á milli ára. Frá áramótum talið hefur veltan aukist um 3,8% að raunvirði miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta má sjá í tölum yfir veltu fyrirtækja samkvæmt virðisaukaskattskýrslum sem Hagstofan birti nú í morgun. Af tölum Hagstofunnar má sjá hversu ólík þróun veltu er í hinum ýmsu atvinnugreinum sem er til marks um hversu misjöfn efnahagsleg skilyrði íslensk fyrirtæki búa við um þessar mundir. Þannig er enn mjög mikill samdráttur í mörgum greinum atvinnulífsins, og þá einna helst þeim sem tengjast innlendri eftirspurn, þ.e. fjárfestingu og einkaneyslu. Ljóst er að samdrátturinn er enn verulegur í fyrirtækjum sem eru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð en eins og kunnugt er hefur veltan dregist linnulaust saman í þessum greinum í tvö ár. Samdrátturinn á fyrri helmingi ársins nemur 38,5% að raungildi. Þó virðast aðrar greinar tengdar einkaneyslu vera að ná sér aðeins á strik. Má hér nefna að í annað sinn í röð nú í maí og júní mælist aukning í veltu að raunvirði í bílasölu, en þar hefur samdráttur mælst stöðugt síðan í byrjun árs 2008. Þó hefur veltan minnkað lítillega í bílasölu frá fyrra ári ef tekið er mið af fyrstu sex mánuðum ársins, eða um 0,7% að raungildi, þar sem samdrátturinn var það mikill á fyrstu tveimur mánuðum ársins m.v. sama tímabil í fyrra. Á hinn bóginn er velta í útflutningsgreinum ágæt og er nokkuð ljóst að þær greinar sem heyra undir útflutning eru í annarri stöðu en þær sem háðar eru innlendri eftirspurn. Þannig hefur veltan í matvæla- og drykkjavöruiðnaði, sem nær yfir bæði landvinnslu sjávarfangs og matvöruframleiðslu til innlendrar neyslu, aukist um 7,3% að raunvirði á fyrri helmingi ársins m.v. sama tíma í fyrra. Á sama tímabili hefur veltan í fiskveiðum aukist um 6,4% og velta í framleiðslu málma um heil 50,3% sem má einna helst rekja til hækkunar á álverði. Hins vegar hefur veltan dregist saman á sama tímabili í flugsamgöngum um 3,3% og hjá fyrirtækjum í hótel- og veitingahúsarekstri um 0,1% og telja má afar líklegt að eldgosið í Eyjafjallajökli eigi þar hlut að máli. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Heildarvelta í atvinnulífinu samkvæmt virðisaukaskattskýrslum jókst töluvert í maí og júní samanborið við sama tímabil í fyrra. Í krónum talið var hún 15% meiri á þessu tímabili en að teknu tilliti til verðlagsbreytinga nam aukningin 7,9%. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þetta sé í þriðja sinn í röð frá bankahruninu árið 2008 sem aukning mælist að raunvirði í innlendri veltu á milli ára. Frá áramótum talið hefur veltan aukist um 3,8% að raunvirði miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta má sjá í tölum yfir veltu fyrirtækja samkvæmt virðisaukaskattskýrslum sem Hagstofan birti nú í morgun. Af tölum Hagstofunnar má sjá hversu ólík þróun veltu er í hinum ýmsu atvinnugreinum sem er til marks um hversu misjöfn efnahagsleg skilyrði íslensk fyrirtæki búa við um þessar mundir. Þannig er enn mjög mikill samdráttur í mörgum greinum atvinnulífsins, og þá einna helst þeim sem tengjast innlendri eftirspurn, þ.e. fjárfestingu og einkaneyslu. Ljóst er að samdrátturinn er enn verulegur í fyrirtækjum sem eru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð en eins og kunnugt er hefur veltan dregist linnulaust saman í þessum greinum í tvö ár. Samdrátturinn á fyrri helmingi ársins nemur 38,5% að raungildi. Þó virðast aðrar greinar tengdar einkaneyslu vera að ná sér aðeins á strik. Má hér nefna að í annað sinn í röð nú í maí og júní mælist aukning í veltu að raunvirði í bílasölu, en þar hefur samdráttur mælst stöðugt síðan í byrjun árs 2008. Þó hefur veltan minnkað lítillega í bílasölu frá fyrra ári ef tekið er mið af fyrstu sex mánuðum ársins, eða um 0,7% að raungildi, þar sem samdrátturinn var það mikill á fyrstu tveimur mánuðum ársins m.v. sama tímabil í fyrra. Á hinn bóginn er velta í útflutningsgreinum ágæt og er nokkuð ljóst að þær greinar sem heyra undir útflutning eru í annarri stöðu en þær sem háðar eru innlendri eftirspurn. Þannig hefur veltan í matvæla- og drykkjavöruiðnaði, sem nær yfir bæði landvinnslu sjávarfangs og matvöruframleiðslu til innlendrar neyslu, aukist um 7,3% að raunvirði á fyrri helmingi ársins m.v. sama tíma í fyrra. Á sama tímabili hefur veltan í fiskveiðum aukist um 6,4% og velta í framleiðslu málma um heil 50,3% sem má einna helst rekja til hækkunar á álverði. Hins vegar hefur veltan dregist saman á sama tímabili í flugsamgöngum um 3,3% og hjá fyrirtækjum í hótel- og veitingahúsarekstri um 0,1% og telja má afar líklegt að eldgosið í Eyjafjallajökli eigi þar hlut að máli.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira