Erlent

Skylt að leyfa gleðigöngur

Dmitrí Medvedev forseti, Kirill patríarki og Sergei Sobjanín að lokinni vígsluathöfn borgarstjórans.
nordicphotos/AFP
Dmitrí Medvedev forseti, Kirill patríarki og Sergei Sobjanín að lokinni vígsluathöfn borgarstjórans. nordicphotos/AFP
Rússnesk stjórnvöld þurfa að greiða þeim, sem skipulögðu gleðigöngu samkynhneigðra í Moskvu árin 2006, 2007 og 2008, vel á fimmtu milljón króna í skaðabætur og málskostnað.

Þetta er niðurstaða mannréttindadómstóls Evrópu, sem fordæmir það að borgarstjórn Moskvu hafi komist upp með að banna göngurnar bara vegna þess að embættismönnum var illa við samkynhneigða.

„Borgarstjórinn í Moskvu hefur margoft sagst staðráðinn í að koma í veg fyrir fjöldagöngur samkynhneigðra, af því honum finnst þær ósæmilegar,“ segir í dómsúrskurðinum.

Ekki er hægt að áfrýja niðurstöðu dómstólsins, og það þýðir að rússneskum stjórnvöldum ber skylda til að gera samkynhneigðum kleift að koma hindrunarlaust saman í borgum landsins.

Umræddur borgarstjóri, Júrí Lúsjkov, var reyndar rekinn úr embætti í síðasta mánuði eftir átján ár í starfinu.

Sergei Sobjanín, náinn samstarfsmaður Vladimírs Pútín forsætisráðherra, mun taka við embættinu.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×