Erlent

Forsetar Venesúela og Kólombíu ræða málin

Þeir Hugo Chavez forseti Vensúela og Juan Manuel Santos nýkjörinn forseti Kólombíu munu hittast á morgun til að ræða samskipti þjóðanna.

Mikil spenna hefur ríkt milli þjóðanna eftir að fyrri stjórn Kólombíu sakaði Chavez um að leyfa Farc skæruliðunum að starfa í Venesúela. Í framhaldinu sleit Chavez stjórnmálasambandinu við Kolombíu.

Fundurinn er að frumkvæði Chavez sem sagðist vilja hitta Santos augliti til auglitis eftir að Santos náði kjöri sem forseti Kólombíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×