Erlent

Vill að leiðtogar Bandaríkjanna verði jarðaðir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, vandar Bandaríkjamönnum ekki kveðjurnar.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, vandar Bandaríkjamönnum ekki kveðjurnar.
Forseti Írans vill að æðstu yfirmenn Bandaríkjanna verði jarðaðir vegna viðbragða þeirra við kjarnorkuáætlunum Írana, samkvæmt frásögn AP fréttastofunnar. Þetta kom i ávarpi Mahmoud Ahmadinejad, forseta Írans, í dag.

AP segir að forsetinn hafi alltaf haft horn í síðu bandarískra stjórnvalda. Óbeit hans á þeim hafi hins vegar aukist eftir að bandarísk stjórnvöld fóru að upplýsa um hugmyndir sínar þess efnis að ráðast á Íran vegna kjarnorkuáætlana þeirra. Ræða Ahmadinejad var sýnd beint bæði í ríkissjónvarpi en líka á enskumælandi sjónvarpsstöðinni Press TV.

Skammt er síðan að fulltrúar Bandaríkjanna og fleiri vestrænna ríkja stóðu upp og gengu út úr salnum á Allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna þegar Ahmadinejad flutti ræðu. Í ræðu sinni sagði hann að Bandaríkjamenn hefðu staðið á bak við árásirnar þann 11. september 2001.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×