Innlent

Uglan flogin hress á braut

Jón G. Guðjónsson.
Branduglu var sleppt á sunnudag eftir vikulanga aðhlynningu á Náttúrustofu Vesturlands. Freydís Vigfúsdóttir, doktorsnemi við Háskólasetur Snæfellsness, fann ugluna nær dauða en lífi eftir kríuárás við Rif á Snæfellsnesi á mánudag fyrir viku, Freydís tók ugluna með sér á Náttúrustofuna til aðhlynningar.

Á vef Náttúrustofu kemur fram að eftir hvíld og að hafa rifið í sig tvo hrossagauka sem fundust í frysti Náttúrustofunnar hafi uglan tekið að hressast. Henni var svo sleppt við Rif á sunnudag.

Uglan var frelsinu greinilega fegin og flaug nokkra hringi um svæðið áður en hún hvarf sjónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×