"Nowhere Land“ - Gjaldeyrishöftin verður að afnema Þórður Friðjónsson skrifar 9. desember 2010 06:30 Við höfum um margt valið okkur undarlegar leiðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf. Þetta á m.a. við um gjaldeyrishöftin sem lögð voru á eftir hrun og dvínandi áhugi virðist nú á að losa sig við. Við veljum einnig leiðir á fleiri sviðum sem aðrar þjóðir telja ógreiðar, s.s. varðandi eignarhald á fyrirtækjum, ríkisaafskipti, skatta og sjávarútveg, svo eitthvað sé nefnt. Það er erfitt að sjá að þarna sé búið að varða leiðina til nútíma efnahagslífs í fremstu röð. Gamall texti og lag Lennons og McCartneys leitar á mann: He´s a real nowhere man, Sitting in his Nowhere Land, Making all his nowhere plans for nobody Allir virðast sammála um skaðsemi gjaldeyrishafta og að það sé nauðsynlegt að afnema þau sem fyrst - en bara ekki strax. Tiltekin (óljós) skilyrði þurfa að verða uppfyllt fyrst, t.d. er varða fjármögnun innlánsstofnana og lausn á „þvingaðri" verðbréfaeign útlendinga. Best yrði að afnema höftin í nokkrum skrefum og tímasetning réðist af því hversu vel tækist að uppfylla skilyrðin. Afnám gjaldeyrishafta nú myndi þýða hrun krónunnar með skelfilegum afleiðingum. En yrði það svo? Sterk staða til að afnema höftin Sé litið til samkeppnishæfni efnahagslífsins og eignastöðu þjóðarbúsins hefur Ísland ekki staðið jafnvel um árabil. Raungengi er nú þegar í sögulegu lágmarki, er nú rúmlega 20% undir meðaltali 1980-2009 á mælikvarða neysluverðs og tæplega 30% undir meðaltali 1980-2009 á mælikvarða launa. Þetta endurspeglast í myndarlegum afgangi af viðskiptum við útlönd, en jöfnuður viðskipta með vöru og þjónustu á árinu 2010 verður líklega um 170 ma.kr. Viðskiptajöfnuður fyrstu 9 mánuði ársins var jákvæður um 97 ma.kr. án áhrifa gömlu bankanna. Þá sýnir Gylfi Zoëga, hagfræðingur fram á í nýlegri grein (Vísbending, 28.10 2010) að nettó staða þjóðarbúsins er jákvæð um 2-3% af VLF, með tilliti til innlendra eigna bankanna, væntanlegrar Icesaveskuldar og leiðréttingu fyrir skuldum alþjóðlegra fyrirtækja skráðum á Íslandi. Frá því að Gylfi ritaði grein sína hefur mat Seðlabankans á nettó eignastöðu Íslands (án gömlu bankanna) batnað um 193 ma. kr. (13% af landsframleiðslu). Er hægt að hugsa sér betri aðstæður til að afnema gjaldeyrishöft?Útlendir eigendur verðbréfa Ofuráhersla hefur verið á nauðsyn þess að losa um stöður erlendra aðila sem eru fastir með fjármuni sína hér og því spáð að þeir, ásamt íslenskum fjárfestum, muni hlaupa út með allt sitt fjármagn um leið og tækifæri gefst. Því verður ávallt hægt að halda því fram að hundruðir milljarða gætu flúið land við afnám hafta og valdið mikilli lækkun krónunnar, því stór hluti fjármagns í frjálsu hagkerfi er kvikur, þ.e. getur hreyft sig með litlum fyrirvara. En er þetta líklegt? Miðað við nettó eignastöðu þjóðarbúsins og samkeppnishæfni þess við núverandi gengi krónunnar eru yfirgnæfandi líkur á því að raungengi íslensku krónunnar styrkist til framtíðar litið, jafnvel myndarlega. Ef gengi krónunnar lækkaði umtalsvert frá því sem nú er, myndast þ.a.l. tækifæri innlendra (t.d. lífeyrissjóða) og erlendra fjárfesta til mikillar hagnaðartöku. Fjármunir myndu því leita til landsins og gengið styrkjast fljótt aftur. Hræðsla við kollsteypu við afnám gjaldeyrishafta er því ástæðulaus.Frestun ekki besta leiðin Ofurvarkárni við afnám hafta má e.t.v. rekja til annarra þátta en skynsamlegs mats á ávinningi og kostnaði:Áhrif þrýstihópa. Hluti þjóðfélagsins hefur lagað sig að gjaldeyrishöftunum og hefur af þeim tímabundinn ávinning, jafnvel þótt þjóðin öll hljóti af þeim mikinn skaða. Þetta má m.a. merkja af því að sumir eru farnir að mæla höftunum bótStjórnvöld og Seðlabankinn bera áhættu af afnámi haftanna. Ráða má af viðbrögðum við nýlegri tilkynningu Seðlabankans um að engin skref til afnáms hafta verði tekin fyrir mars 2011, að Seðlabankinn hefur hvata til að flýta sér hægt. Stjórnvöld fá tæplega klapp á bakið frá almenningi fyrir afnám gjaldeyrishafta en tímabundið gengisflökt gæti hins vegar valdið þeim óþægindumStofnanaleg umgjörð og eftirlit. Mikið vald er fært stofnunum, embættismönnum og stjórnmálamönnum.Hræðsluáróður hefur haft áhrif á almenning Harla ólíklegt er að aðstæður til afnáms gjaldeyrishafta batni frá því sem nú er. Höft eru nefnilega þannig að þeim mun lengur sem þau vara því erfiðara verður að losa um þau, m.a. vegna þess að þau draga þrótt úr efnahagslífinu og rýra traust á þjóðarbúskapnum. Sérstaklega ber að vara við afnámi í smáskömmtum. Afleiðingarnar verða enn harðara gjaldeyriseftirlit, aukin mismunun og spilling. Skynsamlegast er að afnámið byggi á almennum og víðtækum reglum og eigi sér stað sem allra fyrst. Það er algerlega ósannað mál að afnám haftanna nú muni hafa skaðleg áhrif á efnahagslífið. Þvert á móti má færa fyrir því gild rök, eins og gert hefur verið hér, að tafir geti haft mun alvarlegri afleiðingar fyrir lífskjör á Íslandi en að ganga til verks nú þegar. Við skulum ekki sitja ein í Nowhere Landi og gera áætlanir sem koma engum að gagni og hafa hvergi annars staðar reynst vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Við höfum um margt valið okkur undarlegar leiðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf. Þetta á m.a. við um gjaldeyrishöftin sem lögð voru á eftir hrun og dvínandi áhugi virðist nú á að losa sig við. Við veljum einnig leiðir á fleiri sviðum sem aðrar þjóðir telja ógreiðar, s.s. varðandi eignarhald á fyrirtækjum, ríkisaafskipti, skatta og sjávarútveg, svo eitthvað sé nefnt. Það er erfitt að sjá að þarna sé búið að varða leiðina til nútíma efnahagslífs í fremstu röð. Gamall texti og lag Lennons og McCartneys leitar á mann: He´s a real nowhere man, Sitting in his Nowhere Land, Making all his nowhere plans for nobody Allir virðast sammála um skaðsemi gjaldeyrishafta og að það sé nauðsynlegt að afnema þau sem fyrst - en bara ekki strax. Tiltekin (óljós) skilyrði þurfa að verða uppfyllt fyrst, t.d. er varða fjármögnun innlánsstofnana og lausn á „þvingaðri" verðbréfaeign útlendinga. Best yrði að afnema höftin í nokkrum skrefum og tímasetning réðist af því hversu vel tækist að uppfylla skilyrðin. Afnám gjaldeyrishafta nú myndi þýða hrun krónunnar með skelfilegum afleiðingum. En yrði það svo? Sterk staða til að afnema höftin Sé litið til samkeppnishæfni efnahagslífsins og eignastöðu þjóðarbúsins hefur Ísland ekki staðið jafnvel um árabil. Raungengi er nú þegar í sögulegu lágmarki, er nú rúmlega 20% undir meðaltali 1980-2009 á mælikvarða neysluverðs og tæplega 30% undir meðaltali 1980-2009 á mælikvarða launa. Þetta endurspeglast í myndarlegum afgangi af viðskiptum við útlönd, en jöfnuður viðskipta með vöru og þjónustu á árinu 2010 verður líklega um 170 ma.kr. Viðskiptajöfnuður fyrstu 9 mánuði ársins var jákvæður um 97 ma.kr. án áhrifa gömlu bankanna. Þá sýnir Gylfi Zoëga, hagfræðingur fram á í nýlegri grein (Vísbending, 28.10 2010) að nettó staða þjóðarbúsins er jákvæð um 2-3% af VLF, með tilliti til innlendra eigna bankanna, væntanlegrar Icesaveskuldar og leiðréttingu fyrir skuldum alþjóðlegra fyrirtækja skráðum á Íslandi. Frá því að Gylfi ritaði grein sína hefur mat Seðlabankans á nettó eignastöðu Íslands (án gömlu bankanna) batnað um 193 ma. kr. (13% af landsframleiðslu). Er hægt að hugsa sér betri aðstæður til að afnema gjaldeyrishöft?Útlendir eigendur verðbréfa Ofuráhersla hefur verið á nauðsyn þess að losa um stöður erlendra aðila sem eru fastir með fjármuni sína hér og því spáð að þeir, ásamt íslenskum fjárfestum, muni hlaupa út með allt sitt fjármagn um leið og tækifæri gefst. Því verður ávallt hægt að halda því fram að hundruðir milljarða gætu flúið land við afnám hafta og valdið mikilli lækkun krónunnar, því stór hluti fjármagns í frjálsu hagkerfi er kvikur, þ.e. getur hreyft sig með litlum fyrirvara. En er þetta líklegt? Miðað við nettó eignastöðu þjóðarbúsins og samkeppnishæfni þess við núverandi gengi krónunnar eru yfirgnæfandi líkur á því að raungengi íslensku krónunnar styrkist til framtíðar litið, jafnvel myndarlega. Ef gengi krónunnar lækkaði umtalsvert frá því sem nú er, myndast þ.a.l. tækifæri innlendra (t.d. lífeyrissjóða) og erlendra fjárfesta til mikillar hagnaðartöku. Fjármunir myndu því leita til landsins og gengið styrkjast fljótt aftur. Hræðsla við kollsteypu við afnám gjaldeyrishafta er því ástæðulaus.Frestun ekki besta leiðin Ofurvarkárni við afnám hafta má e.t.v. rekja til annarra þátta en skynsamlegs mats á ávinningi og kostnaði:Áhrif þrýstihópa. Hluti þjóðfélagsins hefur lagað sig að gjaldeyrishöftunum og hefur af þeim tímabundinn ávinning, jafnvel þótt þjóðin öll hljóti af þeim mikinn skaða. Þetta má m.a. merkja af því að sumir eru farnir að mæla höftunum bótStjórnvöld og Seðlabankinn bera áhættu af afnámi haftanna. Ráða má af viðbrögðum við nýlegri tilkynningu Seðlabankans um að engin skref til afnáms hafta verði tekin fyrir mars 2011, að Seðlabankinn hefur hvata til að flýta sér hægt. Stjórnvöld fá tæplega klapp á bakið frá almenningi fyrir afnám gjaldeyrishafta en tímabundið gengisflökt gæti hins vegar valdið þeim óþægindumStofnanaleg umgjörð og eftirlit. Mikið vald er fært stofnunum, embættismönnum og stjórnmálamönnum.Hræðsluáróður hefur haft áhrif á almenning Harla ólíklegt er að aðstæður til afnáms gjaldeyrishafta batni frá því sem nú er. Höft eru nefnilega þannig að þeim mun lengur sem þau vara því erfiðara verður að losa um þau, m.a. vegna þess að þau draga þrótt úr efnahagslífinu og rýra traust á þjóðarbúskapnum. Sérstaklega ber að vara við afnámi í smáskömmtum. Afleiðingarnar verða enn harðara gjaldeyriseftirlit, aukin mismunun og spilling. Skynsamlegast er að afnámið byggi á almennum og víðtækum reglum og eigi sér stað sem allra fyrst. Það er algerlega ósannað mál að afnám haftanna nú muni hafa skaðleg áhrif á efnahagslífið. Þvert á móti má færa fyrir því gild rök, eins og gert hefur verið hér, að tafir geti haft mun alvarlegri afleiðingar fyrir lífskjör á Íslandi en að ganga til verks nú þegar. Við skulum ekki sitja ein í Nowhere Landi og gera áætlanir sem koma engum að gagni og hafa hvergi annars staðar reynst vel.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun