"Nowhere Land“ - Gjaldeyrishöftin verður að afnema Þórður Friðjónsson skrifar 9. desember 2010 06:30 Við höfum um margt valið okkur undarlegar leiðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf. Þetta á m.a. við um gjaldeyrishöftin sem lögð voru á eftir hrun og dvínandi áhugi virðist nú á að losa sig við. Við veljum einnig leiðir á fleiri sviðum sem aðrar þjóðir telja ógreiðar, s.s. varðandi eignarhald á fyrirtækjum, ríkisaafskipti, skatta og sjávarútveg, svo eitthvað sé nefnt. Það er erfitt að sjá að þarna sé búið að varða leiðina til nútíma efnahagslífs í fremstu röð. Gamall texti og lag Lennons og McCartneys leitar á mann: He´s a real nowhere man, Sitting in his Nowhere Land, Making all his nowhere plans for nobody Allir virðast sammála um skaðsemi gjaldeyrishafta og að það sé nauðsynlegt að afnema þau sem fyrst - en bara ekki strax. Tiltekin (óljós) skilyrði þurfa að verða uppfyllt fyrst, t.d. er varða fjármögnun innlánsstofnana og lausn á „þvingaðri" verðbréfaeign útlendinga. Best yrði að afnema höftin í nokkrum skrefum og tímasetning réðist af því hversu vel tækist að uppfylla skilyrðin. Afnám gjaldeyrishafta nú myndi þýða hrun krónunnar með skelfilegum afleiðingum. En yrði það svo? Sterk staða til að afnema höftin Sé litið til samkeppnishæfni efnahagslífsins og eignastöðu þjóðarbúsins hefur Ísland ekki staðið jafnvel um árabil. Raungengi er nú þegar í sögulegu lágmarki, er nú rúmlega 20% undir meðaltali 1980-2009 á mælikvarða neysluverðs og tæplega 30% undir meðaltali 1980-2009 á mælikvarða launa. Þetta endurspeglast í myndarlegum afgangi af viðskiptum við útlönd, en jöfnuður viðskipta með vöru og þjónustu á árinu 2010 verður líklega um 170 ma.kr. Viðskiptajöfnuður fyrstu 9 mánuði ársins var jákvæður um 97 ma.kr. án áhrifa gömlu bankanna. Þá sýnir Gylfi Zoëga, hagfræðingur fram á í nýlegri grein (Vísbending, 28.10 2010) að nettó staða þjóðarbúsins er jákvæð um 2-3% af VLF, með tilliti til innlendra eigna bankanna, væntanlegrar Icesaveskuldar og leiðréttingu fyrir skuldum alþjóðlegra fyrirtækja skráðum á Íslandi. Frá því að Gylfi ritaði grein sína hefur mat Seðlabankans á nettó eignastöðu Íslands (án gömlu bankanna) batnað um 193 ma. kr. (13% af landsframleiðslu). Er hægt að hugsa sér betri aðstæður til að afnema gjaldeyrishöft?Útlendir eigendur verðbréfa Ofuráhersla hefur verið á nauðsyn þess að losa um stöður erlendra aðila sem eru fastir með fjármuni sína hér og því spáð að þeir, ásamt íslenskum fjárfestum, muni hlaupa út með allt sitt fjármagn um leið og tækifæri gefst. Því verður ávallt hægt að halda því fram að hundruðir milljarða gætu flúið land við afnám hafta og valdið mikilli lækkun krónunnar, því stór hluti fjármagns í frjálsu hagkerfi er kvikur, þ.e. getur hreyft sig með litlum fyrirvara. En er þetta líklegt? Miðað við nettó eignastöðu þjóðarbúsins og samkeppnishæfni þess við núverandi gengi krónunnar eru yfirgnæfandi líkur á því að raungengi íslensku krónunnar styrkist til framtíðar litið, jafnvel myndarlega. Ef gengi krónunnar lækkaði umtalsvert frá því sem nú er, myndast þ.a.l. tækifæri innlendra (t.d. lífeyrissjóða) og erlendra fjárfesta til mikillar hagnaðartöku. Fjármunir myndu því leita til landsins og gengið styrkjast fljótt aftur. Hræðsla við kollsteypu við afnám gjaldeyrishafta er því ástæðulaus.Frestun ekki besta leiðin Ofurvarkárni við afnám hafta má e.t.v. rekja til annarra þátta en skynsamlegs mats á ávinningi og kostnaði:Áhrif þrýstihópa. Hluti þjóðfélagsins hefur lagað sig að gjaldeyrishöftunum og hefur af þeim tímabundinn ávinning, jafnvel þótt þjóðin öll hljóti af þeim mikinn skaða. Þetta má m.a. merkja af því að sumir eru farnir að mæla höftunum bótStjórnvöld og Seðlabankinn bera áhættu af afnámi haftanna. Ráða má af viðbrögðum við nýlegri tilkynningu Seðlabankans um að engin skref til afnáms hafta verði tekin fyrir mars 2011, að Seðlabankinn hefur hvata til að flýta sér hægt. Stjórnvöld fá tæplega klapp á bakið frá almenningi fyrir afnám gjaldeyrishafta en tímabundið gengisflökt gæti hins vegar valdið þeim óþægindumStofnanaleg umgjörð og eftirlit. Mikið vald er fært stofnunum, embættismönnum og stjórnmálamönnum.Hræðsluáróður hefur haft áhrif á almenning Harla ólíklegt er að aðstæður til afnáms gjaldeyrishafta batni frá því sem nú er. Höft eru nefnilega þannig að þeim mun lengur sem þau vara því erfiðara verður að losa um þau, m.a. vegna þess að þau draga þrótt úr efnahagslífinu og rýra traust á þjóðarbúskapnum. Sérstaklega ber að vara við afnámi í smáskömmtum. Afleiðingarnar verða enn harðara gjaldeyriseftirlit, aukin mismunun og spilling. Skynsamlegast er að afnámið byggi á almennum og víðtækum reglum og eigi sér stað sem allra fyrst. Það er algerlega ósannað mál að afnám haftanna nú muni hafa skaðleg áhrif á efnahagslífið. Þvert á móti má færa fyrir því gild rök, eins og gert hefur verið hér, að tafir geti haft mun alvarlegri afleiðingar fyrir lífskjör á Íslandi en að ganga til verks nú þegar. Við skulum ekki sitja ein í Nowhere Landi og gera áætlanir sem koma engum að gagni og hafa hvergi annars staðar reynst vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Við höfum um margt valið okkur undarlegar leiðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf. Þetta á m.a. við um gjaldeyrishöftin sem lögð voru á eftir hrun og dvínandi áhugi virðist nú á að losa sig við. Við veljum einnig leiðir á fleiri sviðum sem aðrar þjóðir telja ógreiðar, s.s. varðandi eignarhald á fyrirtækjum, ríkisaafskipti, skatta og sjávarútveg, svo eitthvað sé nefnt. Það er erfitt að sjá að þarna sé búið að varða leiðina til nútíma efnahagslífs í fremstu röð. Gamall texti og lag Lennons og McCartneys leitar á mann: He´s a real nowhere man, Sitting in his Nowhere Land, Making all his nowhere plans for nobody Allir virðast sammála um skaðsemi gjaldeyrishafta og að það sé nauðsynlegt að afnema þau sem fyrst - en bara ekki strax. Tiltekin (óljós) skilyrði þurfa að verða uppfyllt fyrst, t.d. er varða fjármögnun innlánsstofnana og lausn á „þvingaðri" verðbréfaeign útlendinga. Best yrði að afnema höftin í nokkrum skrefum og tímasetning réðist af því hversu vel tækist að uppfylla skilyrðin. Afnám gjaldeyrishafta nú myndi þýða hrun krónunnar með skelfilegum afleiðingum. En yrði það svo? Sterk staða til að afnema höftin Sé litið til samkeppnishæfni efnahagslífsins og eignastöðu þjóðarbúsins hefur Ísland ekki staðið jafnvel um árabil. Raungengi er nú þegar í sögulegu lágmarki, er nú rúmlega 20% undir meðaltali 1980-2009 á mælikvarða neysluverðs og tæplega 30% undir meðaltali 1980-2009 á mælikvarða launa. Þetta endurspeglast í myndarlegum afgangi af viðskiptum við útlönd, en jöfnuður viðskipta með vöru og þjónustu á árinu 2010 verður líklega um 170 ma.kr. Viðskiptajöfnuður fyrstu 9 mánuði ársins var jákvæður um 97 ma.kr. án áhrifa gömlu bankanna. Þá sýnir Gylfi Zoëga, hagfræðingur fram á í nýlegri grein (Vísbending, 28.10 2010) að nettó staða þjóðarbúsins er jákvæð um 2-3% af VLF, með tilliti til innlendra eigna bankanna, væntanlegrar Icesaveskuldar og leiðréttingu fyrir skuldum alþjóðlegra fyrirtækja skráðum á Íslandi. Frá því að Gylfi ritaði grein sína hefur mat Seðlabankans á nettó eignastöðu Íslands (án gömlu bankanna) batnað um 193 ma. kr. (13% af landsframleiðslu). Er hægt að hugsa sér betri aðstæður til að afnema gjaldeyrishöft?Útlendir eigendur verðbréfa Ofuráhersla hefur verið á nauðsyn þess að losa um stöður erlendra aðila sem eru fastir með fjármuni sína hér og því spáð að þeir, ásamt íslenskum fjárfestum, muni hlaupa út með allt sitt fjármagn um leið og tækifæri gefst. Því verður ávallt hægt að halda því fram að hundruðir milljarða gætu flúið land við afnám hafta og valdið mikilli lækkun krónunnar, því stór hluti fjármagns í frjálsu hagkerfi er kvikur, þ.e. getur hreyft sig með litlum fyrirvara. En er þetta líklegt? Miðað við nettó eignastöðu þjóðarbúsins og samkeppnishæfni þess við núverandi gengi krónunnar eru yfirgnæfandi líkur á því að raungengi íslensku krónunnar styrkist til framtíðar litið, jafnvel myndarlega. Ef gengi krónunnar lækkaði umtalsvert frá því sem nú er, myndast þ.a.l. tækifæri innlendra (t.d. lífeyrissjóða) og erlendra fjárfesta til mikillar hagnaðartöku. Fjármunir myndu því leita til landsins og gengið styrkjast fljótt aftur. Hræðsla við kollsteypu við afnám gjaldeyrishafta er því ástæðulaus.Frestun ekki besta leiðin Ofurvarkárni við afnám hafta má e.t.v. rekja til annarra þátta en skynsamlegs mats á ávinningi og kostnaði:Áhrif þrýstihópa. Hluti þjóðfélagsins hefur lagað sig að gjaldeyrishöftunum og hefur af þeim tímabundinn ávinning, jafnvel þótt þjóðin öll hljóti af þeim mikinn skaða. Þetta má m.a. merkja af því að sumir eru farnir að mæla höftunum bótStjórnvöld og Seðlabankinn bera áhættu af afnámi haftanna. Ráða má af viðbrögðum við nýlegri tilkynningu Seðlabankans um að engin skref til afnáms hafta verði tekin fyrir mars 2011, að Seðlabankinn hefur hvata til að flýta sér hægt. Stjórnvöld fá tæplega klapp á bakið frá almenningi fyrir afnám gjaldeyrishafta en tímabundið gengisflökt gæti hins vegar valdið þeim óþægindumStofnanaleg umgjörð og eftirlit. Mikið vald er fært stofnunum, embættismönnum og stjórnmálamönnum.Hræðsluáróður hefur haft áhrif á almenning Harla ólíklegt er að aðstæður til afnáms gjaldeyrishafta batni frá því sem nú er. Höft eru nefnilega þannig að þeim mun lengur sem þau vara því erfiðara verður að losa um þau, m.a. vegna þess að þau draga þrótt úr efnahagslífinu og rýra traust á þjóðarbúskapnum. Sérstaklega ber að vara við afnámi í smáskömmtum. Afleiðingarnar verða enn harðara gjaldeyriseftirlit, aukin mismunun og spilling. Skynsamlegast er að afnámið byggi á almennum og víðtækum reglum og eigi sér stað sem allra fyrst. Það er algerlega ósannað mál að afnám haftanna nú muni hafa skaðleg áhrif á efnahagslífið. Þvert á móti má færa fyrir því gild rök, eins og gert hefur verið hér, að tafir geti haft mun alvarlegri afleiðingar fyrir lífskjör á Íslandi en að ganga til verks nú þegar. Við skulum ekki sitja ein í Nowhere Landi og gera áætlanir sem koma engum að gagni og hafa hvergi annars staðar reynst vel.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar