Erlent

Tólf fangar fundnir

Mexíkóska lögreglan hefur einungis handsamað 12 af þeim 85 föngum sem tókst að flýja úr fangelsi í norðurhluta landsins í fyrrdag. Um er að ræða fangelsi í borginni Reynosa sem er skammt frá landamærum Mexíkó og Texas í Bandaríkjunum.

Meirihluta fanganna sem flúðu eru taldir hættulegir. Þeir notuðu stiga til að komast yfir fangelsismúrana. Á fjórða tug fangavarða og annarra starfsmanna fangelsins sem voru á vakt hafa ýmist verið handteknir eða yfirheyrðir í tengslum við málið.

Fjöldi fangelsa í Mexíkó eru yfirfull og þá hafa fjölmargir starfsmenn þeirra, í flestum tilfellum fangaverðir, orðið uppvísir að spillingu. Fangelsið í Reynosa var byggt fyrir 400 fanga en undanfarin ár hafa um 1700 fangar varið hýstir í þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×