Erlent

Greiða atkvæði um stjórnarskrá

Almenningur í Tyrklandi greiðir í dag atkvæði um breytingar á stjórnarskrá landsins. Um er að ræða 26 breytingartillögur sem fela meðal annars í sér að hægt verður að rétta yfir æðstu yfirmönnum hersins fyrir almennum dómstólum og erfiðara verður að leysa upp og uppræta stjórnmálaflokka. Þá hefur verið gagnrýnt að þingið fái vald til að skipa dómara.

Skoðanakannanir benda til þess að breytingarnar verði samþykktar.

Stjórnarskrá Tyrklands var sett árið 1982 í tíð herstjórnar sem rændi völdum. Þetta er í fyrsta sinn breytingar á stjórnarskránni eru lagðar fyrir almenning í sérstökum kosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×