Erlent

Úrskurðaður í varðhald

Lögreglan var með mikinn viðbúnað í Kaupmannahöfn á föstudaginn.
Lögreglan var með mikinn viðbúnað í Kaupmannahöfn á föstudaginn.
Karlmaðurinn sem grunaður er um sprengjutilræði í miðborg Kaupmannahafnar í fyrrdag var í gær úrskuraður í gæsluvarðhald. Fyrst um sinn verður hann hafður í einangrun. Hann naut aðstoðar túlks þegar hann kom fyrir dómara. Enn er margt á huldu um manninn og til að mynda liggur ekki fyrir hvaðan hann er.

Lögreglan hefur í haldi mann sem hún telur ábyrgan fyrir sprengingunni á Hótel Jörgensen, sem er skammt frá Nörreport lestarstöðinni, á föstudag. Hann flúði alblóðugur af hótelinu skömmu eftir að sprengjan sprakk en fannst skömmu síðar Örstedparken sem er hinum megin við götuna frá hótelinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×