Erlent

Tiger missir börnin

Óli Tynes skrifar
Woods fjölskyldan þegar betur gekk.
Woods fjölskyldan þegar betur gekk.

Erlendir fjölmiðlar segja frá því að samkvæmt skilnaðarsáttmála þeirra Elínar Nordgren og Tigers Wood fái Elín að taka með sér tvö börn þeirra ef hún flytur til Svíþjóðar.

Umgengisréttur Tigers er sagður ófrágenginn. Eitthvað mun hann þó fá að hafa börnin því í sáttmálanum er einnig tekið fram að þegar þau séu hjá föður sínum megi þau aðeins umgangast giftar konur.

Semsagt engar af fyrrverandi eða tilvonandi ástkonum kylfingsins. Elín á hús í sænska skerjagarðinum en ekki er búist við að hún setjist þar að.

Hún þarf þó tæplega að óttast húsnæðisskort þar sem hún fær sem svarar níutíu milljörðum króna frá Tiger við skilnaðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×