Erlent

Þúsundir Filippseyinga flýja undan fellibylnum Megi

Þúsundir Filippseyinga eru nú á flótta undan fellibylnum Megi en hann skall á norðurströnd eyjarinnar Luzon í nótt.

Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og búið er að loka skólum í mörgum héruðum á eyjunni. Megi er öflugasti fellibylurinn sem skollið hefur á Filippseyjum undanfarin fjögur ár. Vindstyrkur Megi er 70 m/s og úrkoman um 2 cm á klukkustund.

Íbúar við strendur Luzon hafa verið varaðir við að ölduhæð geti verið allt að 14 metrar.. Búist er við að Megi nái út á Suður Kínahaf á morgun með stefnu á Kína. Sérfræðingar reikna með að styrkur hans færist í aukanna á næstu klukkutímum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×