Viðskipti innlent

Útlán ÍLS minnka um 2,6 milljarða milli ára

Meðalútlán almennra lána voru um 9,2 milljónir króna í mars sem er óbreytt frá fyrra mánuði.
Meðalútlán almennra lána voru um 9,2 milljónir króna í mars sem er óbreytt frá fyrra mánuði.
Samtals námu útlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á fyrsta ársfjórðungi 2010 um 6,8 milljörðum króna samanborið við 9,4 milljarða kr. á fyrsta ársfjórðungi 2009. Lánin minnka því um 2,6 milljarða kr. milli ára.

Í tilkynningu segir að heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu rúmum 3 milljörðum króna í mars en þar af voru tæplega 1,8 milljarðar króna vegna almennra lána.

Meðalútlán almennra lána voru um 9,2 milljónir króna í mars sem er óbreytt frá fyrra mánuði.

Heildarvelta íbúðabréfa nam rúmum 58,5 milljörðum króna í mars samanborið við um 56 milljarða í febrúar.

Greiðslur Íbúðalánasjóðs námu tæpum 6,9 milljörðum króna í mars og voru afborganir íbúðabréfa stærstur hluti þeirra. Uppgreiðslur lána Íbúðalánasjóðs í mars námu um 1,5 milljörðum króna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×