Ísland í betri stöðu en Írland og Grikkland á margan hátt 19. nóvember 2010 10:30 „Á margan hátt er Ísland í betra ásigkomulagi en Írland eða Grikkland en þau lönd gæti bæði orðið föst í kreppu næsta áratuginn. Ísland gæti jafnvel verið í betra ásigkomulagi en Bretland, við vitum ekki enn hvað RBS (Royal Bank of Scotland) eða Lloyds-HBOS muni kosta okkur, né hvenær við getum losað okkur við þá." Þetta segir Matthew Lynn greinarhöfundur um fjármál í breska vikuritinu The Spectator þar sem hann fjallar um stöðu Ísland nú tveimur árum eftir bankahrunið. Lynn segir að hægt sé að draga mikilvægan lærdóm af reynslu Íslendinga. Nær allar ríkisstjórnir heimsins hafa tileinkað sér þá hugmynd að þær verði að bjarga bönkum ef þeir lendi í vandræðum. Reynsla Íslands sýni að þetta sé ekki endilega rétt. Í rauninni ættu stjórnvöld aðeins að tryggja innistæður innlendra. Að því loknu gætu stjórnmvöld sagt, því miður var ekki til nægilegt fjármagn til að endurgreiða allar skuldir bankanna. Lynn segir að búist sé við að landsframleiðsla Íslands dragist saman um 1,9% á þessu ári en að seðlabanki landsins spái því að hún muni aukast um 3% á næsta ári. Verðbólgan sé komin niður í 3,3% sem er minna en hækkun vísitölu neysluverðs í Bretlandi sem er að aukast um 4,6% á þessu ári. Fjárlagahallinn sé 7% af landsframleiðslu sem er aðeins minna en í Bretlandi þar sem samdrátturinn er 6,4% og raunar nálægt meðaltalinu í Evrópu. Þá segir Lynn að krónan sé að styrkjast og reiknað sé með að gjaldeyrishöftunum verði aflétt á næsta ári. „Fólk hefur enn til hnífs og skeiðar. Það ekur um á bílum og hitar upp húsin sín. Fjárhagsleg ragnarrök virðast ekki svo slæm þrátt fyrir allt," segir Lynn. Lynn telur að það sé betra að láta banka verða gjaldþrota þar sem slæmar skuldir þeirra yrðu þá afskrifaðar strax í stað þess að hanga eins og myllusteinn um háls þjóða árum saman. Það sem er mikilvægara er að slíkt væri betra siðferðislega séð. Óábyrg áhættusækni yrði þá ekki verðlaunuð. Bankar yrðu að hugsa sig betur um hvaða áhættur þeir taka og hverjar yrði afleiðingarnar. „Ef Bretland færi að dæmi Íslands gæti efnhagur þess lifað af og átt fremur skjóta endurreisn," segir Lynn. „Við ættum kannski einnig að draga forsætisráðherrann, sem ríkti yfir óábyrgu bankaþennslunni, fyrir dómara ákærðan um vanrækslu. Þegar ég hugsa um það er er þetta ekki slæm hugmynd." Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
„Á margan hátt er Ísland í betra ásigkomulagi en Írland eða Grikkland en þau lönd gæti bæði orðið föst í kreppu næsta áratuginn. Ísland gæti jafnvel verið í betra ásigkomulagi en Bretland, við vitum ekki enn hvað RBS (Royal Bank of Scotland) eða Lloyds-HBOS muni kosta okkur, né hvenær við getum losað okkur við þá." Þetta segir Matthew Lynn greinarhöfundur um fjármál í breska vikuritinu The Spectator þar sem hann fjallar um stöðu Ísland nú tveimur árum eftir bankahrunið. Lynn segir að hægt sé að draga mikilvægan lærdóm af reynslu Íslendinga. Nær allar ríkisstjórnir heimsins hafa tileinkað sér þá hugmynd að þær verði að bjarga bönkum ef þeir lendi í vandræðum. Reynsla Íslands sýni að þetta sé ekki endilega rétt. Í rauninni ættu stjórnvöld aðeins að tryggja innistæður innlendra. Að því loknu gætu stjórnmvöld sagt, því miður var ekki til nægilegt fjármagn til að endurgreiða allar skuldir bankanna. Lynn segir að búist sé við að landsframleiðsla Íslands dragist saman um 1,9% á þessu ári en að seðlabanki landsins spái því að hún muni aukast um 3% á næsta ári. Verðbólgan sé komin niður í 3,3% sem er minna en hækkun vísitölu neysluverðs í Bretlandi sem er að aukast um 4,6% á þessu ári. Fjárlagahallinn sé 7% af landsframleiðslu sem er aðeins minna en í Bretlandi þar sem samdrátturinn er 6,4% og raunar nálægt meðaltalinu í Evrópu. Þá segir Lynn að krónan sé að styrkjast og reiknað sé með að gjaldeyrishöftunum verði aflétt á næsta ári. „Fólk hefur enn til hnífs og skeiðar. Það ekur um á bílum og hitar upp húsin sín. Fjárhagsleg ragnarrök virðast ekki svo slæm þrátt fyrir allt," segir Lynn. Lynn telur að það sé betra að láta banka verða gjaldþrota þar sem slæmar skuldir þeirra yrðu þá afskrifaðar strax í stað þess að hanga eins og myllusteinn um háls þjóða árum saman. Það sem er mikilvægara er að slíkt væri betra siðferðislega séð. Óábyrg áhættusækni yrði þá ekki verðlaunuð. Bankar yrðu að hugsa sig betur um hvaða áhættur þeir taka og hverjar yrði afleiðingarnar. „Ef Bretland færi að dæmi Íslands gæti efnhagur þess lifað af og átt fremur skjóta endurreisn," segir Lynn. „Við ættum kannski einnig að draga forsætisráðherrann, sem ríkti yfir óábyrgu bankaþennslunni, fyrir dómara ákærðan um vanrækslu. Þegar ég hugsa um það er er þetta ekki slæm hugmynd."
Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira