Bíll forystumannsins góður á götum Singapúr 21. september 2010 15:37 Mark Webber í flóðljósunum í Singapúr í fyrra. Mynd: Getty Images Mark Webber sem er efstur í stigamóti ökumanna telur að Red Bull bíllinn henti vel á götur Singapúr, en keppt verður á brautinni um helgina. Webber var ekki meðal þeirra fremstu í síðustu keppni, á Monza á Ítalíu, en náði engu síður forystu í stigamótinu, eftir að Lewis Hamilton á McLaren féll úr leik. Fimm ökumenn berjast um titilinn og þéttist hópurinn eftir síðustu keppni, hvað stigastöðuna varðar. "Ég kann vel við Singapúr og mótið er óvenjulegt þar sem keppt er að næturlagi. Áhorfendur virðast mjög nærri brautinni, þannig að þetta er heimilislegt", sagði Webber um mótið í tilkynningu frá Red Bull á f1.com. "Ég vonast til að bæta árangur minn frá því í fyrra og þar sem þetta er braut sem krefst mikils niðurtogs frá yfirbyggingunni ætti mótið að henta okkar bíl. Brautinni svipar til Mónakó og Búdapest og okkur gekk vel á þeim brautum. Ég vonast því eftir hagstæðum úrslitum. Við eigum enn eftir að upplifa rigningu á flóðlýstri braut og verður fróðlegt að sjá hvað gerist ef það rignir", sagði Webber. Stigastaða efstu manna 1. Mark Webber, Red Bull 187, 2. Lewis Hamilton, McLaren 182, 3. Fernando Alonso, Ferrari 166, 4. Jenson Button, McLaren Mercedes 165, 5. Sebastian Vettel, Red Bull 163. Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Mark Webber sem er efstur í stigamóti ökumanna telur að Red Bull bíllinn henti vel á götur Singapúr, en keppt verður á brautinni um helgina. Webber var ekki meðal þeirra fremstu í síðustu keppni, á Monza á Ítalíu, en náði engu síður forystu í stigamótinu, eftir að Lewis Hamilton á McLaren féll úr leik. Fimm ökumenn berjast um titilinn og þéttist hópurinn eftir síðustu keppni, hvað stigastöðuna varðar. "Ég kann vel við Singapúr og mótið er óvenjulegt þar sem keppt er að næturlagi. Áhorfendur virðast mjög nærri brautinni, þannig að þetta er heimilislegt", sagði Webber um mótið í tilkynningu frá Red Bull á f1.com. "Ég vonast til að bæta árangur minn frá því í fyrra og þar sem þetta er braut sem krefst mikils niðurtogs frá yfirbyggingunni ætti mótið að henta okkar bíl. Brautinni svipar til Mónakó og Búdapest og okkur gekk vel á þeim brautum. Ég vonast því eftir hagstæðum úrslitum. Við eigum enn eftir að upplifa rigningu á flóðlýstri braut og verður fróðlegt að sjá hvað gerist ef það rignir", sagði Webber. Stigastaða efstu manna 1. Mark Webber, Red Bull 187, 2. Lewis Hamilton, McLaren 182, 3. Fernando Alonso, Ferrari 166, 4. Jenson Button, McLaren Mercedes 165, 5. Sebastian Vettel, Red Bull 163.
Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira