Erlent

Talið að maður á fimmtugsaldri hafi drepið konu sína og þrjú börn

Maðurinn er írönskum uppruna en hefur verið norskur ríkisborgari frá 1999. Mynd/NRK.NO
Maðurinn er írönskum uppruna en hefur verið norskur ríkisborgari frá 1999. Mynd/NRK.NO
Maður á fimmtugsaldri er talinn hafa myrt eiginkonu sína og þrjár dætur í Ósló í Noregi. Lögreglan í borginnileitaði að manninum í dag og í kvöld, en hann hafði sjö ára gamla dóttur sína með sér á flóttanum. Margir lögreglumenn leituðu að manninum, bæði í borginni og á svæði í kringum hana.

Ættingjar höfðu áhyggjur þegar ekkert hafði spurst til fjölskyldunnar í nokkurn tíma. Lögreglan fór þá í íbúð hennar og fann þar lík eiginkonunnar og dóttur þeirra, sem var einungis 14 daga gömul. Eiginmaðurinn var hvergi sjáanlegur og var því hafin leit að honum og tveimur dætrum hans í viðbót.

Stuttu síðar fannst níu ára gömul stúlka í stöðuvatni í nágrenninu og báru ættingjar kennsl á hana og staðfestu að hún væri dóttir hjónanna. Þá fannst fjölskyldubíllinn skammt frá.

Nú seint í kvöld fannst maðurinn og sjö ára gamla dóttirin. Hann hafði myrt hana og svipt sig svo lífi.

Fjölmiðlar í Noregi sögðu að fjöldi vegatálma hafi verið settir upp og margir bílar stoppaðir.

Lögreglan ákvað að birta mynd af manninum í kvöld til að reyna að koma í veg fyrir að eitthvað gerðist fyrir sjö ára gömlu stúlkuna.

Maðurinn er af írönskum uppruna, en hefur verið norskur ríkisborgari frá 1999. Eiginkona hans var þrítug og var Marókkóskur ríkisborgari. Börnin voru öll norskir ríkisborgarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×