Erlent

Danir sökkva sjóræningjaskipi

Óli Tynes skrifar
Danska herskipið Esbern Snare.
Danska herskipið Esbern Snare.

Danska herskipið Esbern Snare hefur sökkt móðurskipi sjóræningja undan ströndum Sómalíu. Esbern Snare var á eftirlitsferð við stendur landsins þegar það rakst á móðurskipið.

Móðurskip sjóræningja flytja árásarbáta þeirra langt á haf út til þess að ráðast á skip. Danskir sjóliðar fóru um borð og lögðu hald á talsvert af vopnum og eldsneyti áður en skipinu var sökkt.

Sjö sjóræningjar voru handteknir en fljótlega settir í land. Þar sem ekki var komið að þeim við sjóránstilraun voru ekki lagalegar forsendur fyrir að handtaka þá. Það er yfirleitt raunin þegar sjóræningjar eru handteknir að þeim er sleppt aftur, þar sem þeir njóta víðtækrar mannréttindaverndar samkvæmt alþjóðalögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×