Umfjöllun: FH svaraði loksins fyrir sig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. mars 2010 20:56 Jón Heiðar Gunnarsson skartaði huggulegri mottu í leiknum í kvöld. Mynd/Valli FH-ingar sofa vel í nótt eftir ljúfan 31-25 sigur á erkióvinum sínum í Haukum í kvöld. Eftir þrjú töp í röð tókst FH-ingum loksins að snúa taflinu sér í vil og vinna leikinn. Leikurinn í kvöld var einkennilegur og ekki alveg í takti við síðustu leiki liðanna. Leikmenn óvenju spakir og kurteisir. Baráttan langt frá því að vera eins mikil og í síðustu leikjum. Það vantaði einhvern neista í bæði lið og brjálæðið sem einkennir liðin þegar spilað er um stoltið í Hafnarfirði var ekki til staðar. FH-ingar voru samt mun sterkari strax frá upphafi á meðan Haukar voru ótrúlega andlausir og slappir. Þeir hleyptu FH-ingum þó aldrei langt fram úr sér framan af og voru aðeins tveim mörkum undir í hálfleik, 15-13. Vilji FH-inga var miklu meiri og það sást bersýnilega í síðari hálfleik. Þá kom alvöru barátta í þá, liðið náði öllum fráköstum og var miklu grimmara. Haukar virtust ekki nenna að slást og því töpuðu þeir leiknum. Þegar tíu mínútur voru eftir var FH svo gott sem búið að klára leikinn og þeir sem tóku með sér sprengitöflur gátu brutt smarties í staðinn í kvöld. Það var engin alvöru spenna. Elías Már Halldórsson dró vagninn í sókninni og var langbesti maður Hauka. Freyr Brynjarsson var drjúgur og Birkir ágætur í markinu. Aðrir voru einfaldlega slakir. Stórskytturnar Sigurbergur Sveinsson og Björgvin náðu sér aldrei almennilega á strik. Björgvin var sérstaklega slakur. Bjarni Fritzson var sterkur í liði FH. Skoraði mikilvæg mörk og var þess utan duglegur að pirra Haukana sem vann með FH-ingum. Pálmar varði vel og oft úr dauðafærum. Ólafur Guðmundsson var í strangri gæslu allan leikinn en það skipti engu máli því aðrir leikmenn stigu upp. Menn eins og Örn Ingi, Ásbjörn og Jón Heiðar sem var sterkur í vörninni, nýtti færin sín í sókninni og tók mikilvæg fráköst. FH-Haukar 31-25 (15-13) Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 9/4 (14/4), Ólafur Guðmundsson 5 (12), Ásbjörn Friðriksson 4 (6), Örn Ingi Bjarkason 4 (7), Benedikt Kristinsson 3 (5), Ólafur Gústafsson 3 (6), Jón Heiðar Gunnarsson 3 (3). Varin skot: Pálmar Pétursson 15/1 (39/4) 38%. Hraðaupphlaup: 5 (Bjarni 2, Ólafur 2, Ásbjörn). Fiskuð víti: 4 (Jón, Ásbjörn, Sigurgeir, Ólafur Guðm.) Utan vallar: 10 mín. Mörk Hauka (skot): Elías Már Halldórsson 7 (8), Sigurbergur Sveinsson 7/4 (14/5), Freyr Brynjarsson 4 (5), Pétur Pálsson 2 (3), Jónatan Jónsson 2 (3), Björgvin Hólmgeirsson 2 (10). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 14 (40/3) 35%, Aron Rafn Eðvarðsson 5 (10) 50%. Hraðaupphlaup: 1 (Freyr). Fiskuð víti: 5 ( Freyr 3, Elías, Björgvin). Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, virkuðu stressaðir og margir furðulegir dómar litu dagsins ljós. Olís-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
FH-ingar sofa vel í nótt eftir ljúfan 31-25 sigur á erkióvinum sínum í Haukum í kvöld. Eftir þrjú töp í röð tókst FH-ingum loksins að snúa taflinu sér í vil og vinna leikinn. Leikurinn í kvöld var einkennilegur og ekki alveg í takti við síðustu leiki liðanna. Leikmenn óvenju spakir og kurteisir. Baráttan langt frá því að vera eins mikil og í síðustu leikjum. Það vantaði einhvern neista í bæði lið og brjálæðið sem einkennir liðin þegar spilað er um stoltið í Hafnarfirði var ekki til staðar. FH-ingar voru samt mun sterkari strax frá upphafi á meðan Haukar voru ótrúlega andlausir og slappir. Þeir hleyptu FH-ingum þó aldrei langt fram úr sér framan af og voru aðeins tveim mörkum undir í hálfleik, 15-13. Vilji FH-inga var miklu meiri og það sást bersýnilega í síðari hálfleik. Þá kom alvöru barátta í þá, liðið náði öllum fráköstum og var miklu grimmara. Haukar virtust ekki nenna að slást og því töpuðu þeir leiknum. Þegar tíu mínútur voru eftir var FH svo gott sem búið að klára leikinn og þeir sem tóku með sér sprengitöflur gátu brutt smarties í staðinn í kvöld. Það var engin alvöru spenna. Elías Már Halldórsson dró vagninn í sókninni og var langbesti maður Hauka. Freyr Brynjarsson var drjúgur og Birkir ágætur í markinu. Aðrir voru einfaldlega slakir. Stórskytturnar Sigurbergur Sveinsson og Björgvin náðu sér aldrei almennilega á strik. Björgvin var sérstaklega slakur. Bjarni Fritzson var sterkur í liði FH. Skoraði mikilvæg mörk og var þess utan duglegur að pirra Haukana sem vann með FH-ingum. Pálmar varði vel og oft úr dauðafærum. Ólafur Guðmundsson var í strangri gæslu allan leikinn en það skipti engu máli því aðrir leikmenn stigu upp. Menn eins og Örn Ingi, Ásbjörn og Jón Heiðar sem var sterkur í vörninni, nýtti færin sín í sókninni og tók mikilvæg fráköst. FH-Haukar 31-25 (15-13) Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 9/4 (14/4), Ólafur Guðmundsson 5 (12), Ásbjörn Friðriksson 4 (6), Örn Ingi Bjarkason 4 (7), Benedikt Kristinsson 3 (5), Ólafur Gústafsson 3 (6), Jón Heiðar Gunnarsson 3 (3). Varin skot: Pálmar Pétursson 15/1 (39/4) 38%. Hraðaupphlaup: 5 (Bjarni 2, Ólafur 2, Ásbjörn). Fiskuð víti: 4 (Jón, Ásbjörn, Sigurgeir, Ólafur Guðm.) Utan vallar: 10 mín. Mörk Hauka (skot): Elías Már Halldórsson 7 (8), Sigurbergur Sveinsson 7/4 (14/5), Freyr Brynjarsson 4 (5), Pétur Pálsson 2 (3), Jónatan Jónsson 2 (3), Björgvin Hólmgeirsson 2 (10). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 14 (40/3) 35%, Aron Rafn Eðvarðsson 5 (10) 50%. Hraðaupphlaup: 1 (Freyr). Fiskuð víti: 5 ( Freyr 3, Elías, Björgvin). Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, virkuðu stressaðir og margir furðulegir dómar litu dagsins ljós.
Olís-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira