Umfjöllun: FH svaraði loksins fyrir sig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. mars 2010 20:56 Jón Heiðar Gunnarsson skartaði huggulegri mottu í leiknum í kvöld. Mynd/Valli FH-ingar sofa vel í nótt eftir ljúfan 31-25 sigur á erkióvinum sínum í Haukum í kvöld. Eftir þrjú töp í röð tókst FH-ingum loksins að snúa taflinu sér í vil og vinna leikinn. Leikurinn í kvöld var einkennilegur og ekki alveg í takti við síðustu leiki liðanna. Leikmenn óvenju spakir og kurteisir. Baráttan langt frá því að vera eins mikil og í síðustu leikjum. Það vantaði einhvern neista í bæði lið og brjálæðið sem einkennir liðin þegar spilað er um stoltið í Hafnarfirði var ekki til staðar. FH-ingar voru samt mun sterkari strax frá upphafi á meðan Haukar voru ótrúlega andlausir og slappir. Þeir hleyptu FH-ingum þó aldrei langt fram úr sér framan af og voru aðeins tveim mörkum undir í hálfleik, 15-13. Vilji FH-inga var miklu meiri og það sást bersýnilega í síðari hálfleik. Þá kom alvöru barátta í þá, liðið náði öllum fráköstum og var miklu grimmara. Haukar virtust ekki nenna að slást og því töpuðu þeir leiknum. Þegar tíu mínútur voru eftir var FH svo gott sem búið að klára leikinn og þeir sem tóku með sér sprengitöflur gátu brutt smarties í staðinn í kvöld. Það var engin alvöru spenna. Elías Már Halldórsson dró vagninn í sókninni og var langbesti maður Hauka. Freyr Brynjarsson var drjúgur og Birkir ágætur í markinu. Aðrir voru einfaldlega slakir. Stórskytturnar Sigurbergur Sveinsson og Björgvin náðu sér aldrei almennilega á strik. Björgvin var sérstaklega slakur. Bjarni Fritzson var sterkur í liði FH. Skoraði mikilvæg mörk og var þess utan duglegur að pirra Haukana sem vann með FH-ingum. Pálmar varði vel og oft úr dauðafærum. Ólafur Guðmundsson var í strangri gæslu allan leikinn en það skipti engu máli því aðrir leikmenn stigu upp. Menn eins og Örn Ingi, Ásbjörn og Jón Heiðar sem var sterkur í vörninni, nýtti færin sín í sókninni og tók mikilvæg fráköst. FH-Haukar 31-25 (15-13) Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 9/4 (14/4), Ólafur Guðmundsson 5 (12), Ásbjörn Friðriksson 4 (6), Örn Ingi Bjarkason 4 (7), Benedikt Kristinsson 3 (5), Ólafur Gústafsson 3 (6), Jón Heiðar Gunnarsson 3 (3). Varin skot: Pálmar Pétursson 15/1 (39/4) 38%. Hraðaupphlaup: 5 (Bjarni 2, Ólafur 2, Ásbjörn). Fiskuð víti: 4 (Jón, Ásbjörn, Sigurgeir, Ólafur Guðm.) Utan vallar: 10 mín. Mörk Hauka (skot): Elías Már Halldórsson 7 (8), Sigurbergur Sveinsson 7/4 (14/5), Freyr Brynjarsson 4 (5), Pétur Pálsson 2 (3), Jónatan Jónsson 2 (3), Björgvin Hólmgeirsson 2 (10). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 14 (40/3) 35%, Aron Rafn Eðvarðsson 5 (10) 50%. Hraðaupphlaup: 1 (Freyr). Fiskuð víti: 5 ( Freyr 3, Elías, Björgvin). Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, virkuðu stressaðir og margir furðulegir dómar litu dagsins ljós. Olís-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Sjá meira
FH-ingar sofa vel í nótt eftir ljúfan 31-25 sigur á erkióvinum sínum í Haukum í kvöld. Eftir þrjú töp í röð tókst FH-ingum loksins að snúa taflinu sér í vil og vinna leikinn. Leikurinn í kvöld var einkennilegur og ekki alveg í takti við síðustu leiki liðanna. Leikmenn óvenju spakir og kurteisir. Baráttan langt frá því að vera eins mikil og í síðustu leikjum. Það vantaði einhvern neista í bæði lið og brjálæðið sem einkennir liðin þegar spilað er um stoltið í Hafnarfirði var ekki til staðar. FH-ingar voru samt mun sterkari strax frá upphafi á meðan Haukar voru ótrúlega andlausir og slappir. Þeir hleyptu FH-ingum þó aldrei langt fram úr sér framan af og voru aðeins tveim mörkum undir í hálfleik, 15-13. Vilji FH-inga var miklu meiri og það sást bersýnilega í síðari hálfleik. Þá kom alvöru barátta í þá, liðið náði öllum fráköstum og var miklu grimmara. Haukar virtust ekki nenna að slást og því töpuðu þeir leiknum. Þegar tíu mínútur voru eftir var FH svo gott sem búið að klára leikinn og þeir sem tóku með sér sprengitöflur gátu brutt smarties í staðinn í kvöld. Það var engin alvöru spenna. Elías Már Halldórsson dró vagninn í sókninni og var langbesti maður Hauka. Freyr Brynjarsson var drjúgur og Birkir ágætur í markinu. Aðrir voru einfaldlega slakir. Stórskytturnar Sigurbergur Sveinsson og Björgvin náðu sér aldrei almennilega á strik. Björgvin var sérstaklega slakur. Bjarni Fritzson var sterkur í liði FH. Skoraði mikilvæg mörk og var þess utan duglegur að pirra Haukana sem vann með FH-ingum. Pálmar varði vel og oft úr dauðafærum. Ólafur Guðmundsson var í strangri gæslu allan leikinn en það skipti engu máli því aðrir leikmenn stigu upp. Menn eins og Örn Ingi, Ásbjörn og Jón Heiðar sem var sterkur í vörninni, nýtti færin sín í sókninni og tók mikilvæg fráköst. FH-Haukar 31-25 (15-13) Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 9/4 (14/4), Ólafur Guðmundsson 5 (12), Ásbjörn Friðriksson 4 (6), Örn Ingi Bjarkason 4 (7), Benedikt Kristinsson 3 (5), Ólafur Gústafsson 3 (6), Jón Heiðar Gunnarsson 3 (3). Varin skot: Pálmar Pétursson 15/1 (39/4) 38%. Hraðaupphlaup: 5 (Bjarni 2, Ólafur 2, Ásbjörn). Fiskuð víti: 4 (Jón, Ásbjörn, Sigurgeir, Ólafur Guðm.) Utan vallar: 10 mín. Mörk Hauka (skot): Elías Már Halldórsson 7 (8), Sigurbergur Sveinsson 7/4 (14/5), Freyr Brynjarsson 4 (5), Pétur Pálsson 2 (3), Jónatan Jónsson 2 (3), Björgvin Hólmgeirsson 2 (10). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 14 (40/3) 35%, Aron Rafn Eðvarðsson 5 (10) 50%. Hraðaupphlaup: 1 (Freyr). Fiskuð víti: 5 ( Freyr 3, Elías, Björgvin). Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, virkuðu stressaðir og margir furðulegir dómar litu dagsins ljós.
Olís-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Sjá meira