Hagar hugsanlega seldir erlendum fjárfestum 18. október 2010 18:35 Arion banki er að hefja formlegt söluferli á verslanafyrirtækinu Högum, sem á Bónus, Hagkaup og ýmsar tískuverslanir. Fyrsta skrefið verður að bjóða til sölu kjölfestuhlut en fjölmörg evrópsk fyrirtæki hafa sýnt Högum áhuga. Arion banki vill fá kjölfestufjárfesti að Högum sem mun halda utan um 15 til 29 prósenta hlut í félaginu og getur veitt félaginu forystu til lengri tíma. Eftir sölu á kjölfestuhlut í Högum ætlar bankinn að bjóða fagfjárfestum og almennum fjárfestum að kaupa hluti í félaginu, en í kjölfarið er áformað að skrá hlutabréf félagsins í íslensku kauphöllinni. Hvers vegna ekki meira, af hverju bara 15-29 prósenta hlut? „Við útilokum ekki að selja meira en miðað við að félagið verði skráð á markað þá er þetta sem við teljum að þurfi að vera fyrir kjölfestu, en það má ekki vera svo mikið að það komi í veg fyrir dreift eignarhald," segir Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Höskuldur segir að ein helsta ástæðan sé yfirtökuskylda myndist í Kauphöll ef eignarhlutur fari yfir 30 prósent. „Fyrir bankann er númer eitt að losna við fyrirtækið á góðu verði og við kjósum að gera það þannig að eignarhald verði sem dreifðast, en við útilokum ekki að selja einstökum aðila fyrirtækið í heild sinni," segir Höskuldur. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að þreifingar hafi átt sér stað milli Framtakssjóðs Íslands og Arion banka vegna Haga. Höskuldur Ólafsson segir hins vegar engar formlegar viðræður hafa átt sér stað. Arion banki ætlar að taka til skoðunar öll tilboð sem bankanum berast í eignarhlut sinn í félaginu. Sé því fjárfestum, sem áhuga hafa á að kaupa allan hlutinn, gefinn kostur á því að leggja inn slíkt tilboð nú á fyrsta stigi söluferlisins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fjölmörg evrópsk fyrirtæki sett sig í samband við Arion banka vegna Haga. Eftir því sem fréttastofa kemst næst eru einhver þeirra frá Norðurlöndunum. Hafið þið átt viðræður við einhverja? „Það hafa margir aðila, bæði innlendir og erlendir, sýnt félaginu áhuga enda öflugt félag. Við höfum rætt á þeim grunni að menn hafa verið að spyrjast fyrir og lýsa yfir áhuga," segir Höskuldur. Stefnt er að því að ljúka söluferlinu áður en árið er úti og ljúka skráningu á markað í upphafi nýs árs. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Arion banki er að hefja formlegt söluferli á verslanafyrirtækinu Högum, sem á Bónus, Hagkaup og ýmsar tískuverslanir. Fyrsta skrefið verður að bjóða til sölu kjölfestuhlut en fjölmörg evrópsk fyrirtæki hafa sýnt Högum áhuga. Arion banki vill fá kjölfestufjárfesti að Högum sem mun halda utan um 15 til 29 prósenta hlut í félaginu og getur veitt félaginu forystu til lengri tíma. Eftir sölu á kjölfestuhlut í Högum ætlar bankinn að bjóða fagfjárfestum og almennum fjárfestum að kaupa hluti í félaginu, en í kjölfarið er áformað að skrá hlutabréf félagsins í íslensku kauphöllinni. Hvers vegna ekki meira, af hverju bara 15-29 prósenta hlut? „Við útilokum ekki að selja meira en miðað við að félagið verði skráð á markað þá er þetta sem við teljum að þurfi að vera fyrir kjölfestu, en það má ekki vera svo mikið að það komi í veg fyrir dreift eignarhald," segir Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Höskuldur segir að ein helsta ástæðan sé yfirtökuskylda myndist í Kauphöll ef eignarhlutur fari yfir 30 prósent. „Fyrir bankann er númer eitt að losna við fyrirtækið á góðu verði og við kjósum að gera það þannig að eignarhald verði sem dreifðast, en við útilokum ekki að selja einstökum aðila fyrirtækið í heild sinni," segir Höskuldur. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að þreifingar hafi átt sér stað milli Framtakssjóðs Íslands og Arion banka vegna Haga. Höskuldur Ólafsson segir hins vegar engar formlegar viðræður hafa átt sér stað. Arion banki ætlar að taka til skoðunar öll tilboð sem bankanum berast í eignarhlut sinn í félaginu. Sé því fjárfestum, sem áhuga hafa á að kaupa allan hlutinn, gefinn kostur á því að leggja inn slíkt tilboð nú á fyrsta stigi söluferlisins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fjölmörg evrópsk fyrirtæki sett sig í samband við Arion banka vegna Haga. Eftir því sem fréttastofa kemst næst eru einhver þeirra frá Norðurlöndunum. Hafið þið átt viðræður við einhverja? „Það hafa margir aðila, bæði innlendir og erlendir, sýnt félaginu áhuga enda öflugt félag. Við höfum rætt á þeim grunni að menn hafa verið að spyrjast fyrir og lýsa yfir áhuga," segir Höskuldur. Stefnt er að því að ljúka söluferlinu áður en árið er úti og ljúka skráningu á markað í upphafi nýs árs.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira