Innlent

Engin viðbrögð frá forsetaembættinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bessastaðir.
Bessastaðir.
Enn ríkir fullkomin óvissa um það hvernig Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun bregðast við Icesave málinu. Þrír sólarhringar eru liðnir síðan að hann fékk lögin í hendurnar. Þá sagðist hann ætla að taka sér frest til þess að fara yfir málið og í gær tók hann á móti undirskriftum 60 þúsund manna sem skora á hann að synja lögunum staðfestingar.

Örnólfur Thorsson forsetaritari sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis að hann gæti ekki sagt til um hvenær forsetinn tilkynnti um ákvörðun sína.

Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, sagði í samtali við fréttastofu RÚV að hann teldi að það myndi hafa slæm efnahagsáhrif ef forsetinn myndi draga það til morguns að skýra frá afstöðu sinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×