Erlent

Frostavetur í Danmörku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er kalt í Danmörku þessa dagana. Mynd/ AFP.
Það er kalt í Danmörku þessa dagana. Mynd/ AFP.
Veturinn í ár er sá kaldasti sem mælst hefur í Danmörku, að því er fram kemur í Jyllands Posten.

Í nótt mældust 17,2 stiga frost í Karup á Jótlandi og í desembermánuði mældist 19 stiga frost í Horsens. Búist er við því að hitastigið nái yfir frostmark á mánudag og þriðjudag, en svo muni kólna aftur á fimmtudag.

Jyllands Posten segir að verði kuldinn langvarandi verði hægt að tala um frostavetur í Danmörku. Margar ár hafi þegar frosið og hokkyspilarar og sleðanotendur séu komnir á stjá.

Meðalhitinn í Danmörku í desember, janúar og febrúar árið 2007 var 4,7 gráður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×