Erlent

Bandaríska sendiráðinu í Jemen lokað vegna sprengjuógnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bandaríska sendiráðinu í Jemen var lokað í morgun vegna hótana frá hryðjuverkasamtökunum al Qaeda.

Starfsfólk í sendiráðinu sagði blaðamönnum að þeim hafi verið sagt að halda sig heimafyrir. Bandarísk yfirvöld hafa sagt að þau vinni að auknum samskiptum við jemensk stjórnvöld á sviði her- og leyniþjónustu til þess að takast á við al Qaeda.

Nígerskur maður reyndi að að sprengja farþegaflugvel á leið til Detroit á jóladag. Um 300 manns voru í vélinni. Maðurinn er sagður hafa fengið þjálfun frá al Qaeda í Jemen.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×