Enski boltinn

Enn eitt jafnteflið hjá Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Berbatov fann sig ekki í dag.
Berbatov fann sig ekki í dag.

Manchester United varð að sætta sig enn eina ferðina við jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

United gerði markalaust jafntefli gegn Sunderland í dag en þetta var fjórða jafntefli United í sjö leikjum í deildinni en liðinu gengur afar illa að klára sína leiki.

Leikur United í dag var, líkt og í síðustu leikjum, ekki sannfærandi og liðið skapaði lítið.

United er þrátt fyrir það enn í öðru sæti deildarinnar.

Leikur liðanna í dag hófst 20 mínútum of seint þar sem það sprakk vatnsleiðsla í búningsklefa Man. Utd fyrir leikinn sem truflaði undirbúning liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×