Er ekki lýðræði í Hafnarfirði? 17. júní 2010 06:00 Það er alveg ljóst að lýðræðið í Hafnarfjarðarbæ er ekki að virka. Gengið var til sveitarstjórnarkosninga, þar sem Samfylkingunni og Lúðvíki Geirssyni bæjarstjóra var hafnað, en SAMT skulu sömu menn sitja áfram í bæjarstjórn með sama bæjarstjóra. Hvað er það sem oddviti vinstri grænna og Samfylkingin skilja ekki? Kröfur kjósenda um breytingar Í Hafnarfirði eru skýrar. Kjörsóknin var dræm eins og raun ber vitni - aðeins 65%, auðir seðlar voru óvenju margir og meirihluti Samfylkingar hélt ekki velli! Það var grátbroslegt að fylgjast með sjálfsþægingu Lúðvíks Geirssonar, fyrrverandi og núverandi bæjarstjóra, í kosningabaráttunni, þar sem hann hélt því fram að kosningarnar í Hafnarfirði snerust um hann. Er það ekki mikillæti að halda þessu fram? Verður maður ekki að vona að kjósendur hafi vit til að kjósa um málefnin og árangur bæjarstjórnarinnar? Ef hins vegar kosningar hefðu snúist um hann eins og hann hélt sjálfur fram, þá hlýtur Lúðvík fyrstur manna að viðurkenna að honum hafi skýrt og skorinort verið HAFNAÐ! Hann bauð sig fram í 6. sætið, fékk ekki kosningu og ætti því að detta úr bæjarstjórn. Í ljósi þessa þá hlýtur maður að spyrja - af hverju kemst Lúðvík í og þiggur bæjarstjórastólinn þrátt fyrir mikið afhroð? Það er líka vert að velta því fyrir sér hvað oddviti vinstri grænna, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, er að hugsa. Af hverju tekur hún ekki bæjarstjórastólinn strax eða lætur hann í hendur þeirra sem hafa verið kosnir til þess? Þarf hún tveggja ára starfskynningu á störfum bæjarstjóra eins og hún hefur haldið fram? Er hún ekki búin að vera í bæjarstjórn í fjögur ár og á því að vera fullkunnugt um það í hverju starf bæjarstjóra felst - að minnsta kosti í grófum dráttum? Ef hún getur ekki lært það á fjórum árum, hvernig getur hún það þá á tveimur? Kannski er hún ekki til þess fallin að taka við þessari stöðu ef hún treystir sér ekki í hana eftir fjögra ára veru í bæjarstjórn. Sérkennileg er einnig sú staða að vinstri grænir skuli hafa aðeins einn bæjarfulltrúa sem kemst í þá oddastöðu að einn af ellefu skuli ráða útkomu bæjarstjórnar? Skynsamlegra hefði verið að ráða ópólitískan bæjarstjóra til að fara þó að minnsta kosti að vilja kjósenda og sýna lýðræðið í verki. Þegar skoðaður er ferill meirihluta Samfylkingar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru ýmsar spurningar sem vakna um ákvarðanir og forgangsröðun. Sveitarfélagið hefur aldrei staðið eins illa fjárhagslega og nú í tíð meirihluta Samfylkingar og því er það kostulegt það sem fram kemur í yfirlýsingu nýja meirihlutans: „Nýi meirihlutinn mun leggja ríka áherslu á að … og tryggja um leið ábyrga fjármálastjórnun." Þetta sama fólk og sami bæjarstjóri var við stjórnvölinn áður, en sérstök eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga hefur haft fjárhagsstöðu sveitarfélagsins undir eftirliti vegna þess að skuldir og skuldbindingar þykja vera úr hófi fram! Því er ekki annað en hægt að velta fyrir sér hæfi oddvita vinstri grænna sem segir í fréttatíma sjónvarps að vegna þess að sveitarfélagið standi svo illa þurfi að koma til reyndur bæjarstjóri! Sem sagt bæjarstjórinn sem borið hefur ábyrgð á fjárhagsstöðu bæjarins. Hefur hún ekki fylgst með hvað hefur verið að gerast í bæjarstjórninni undanfarin fjögur ár, þar sem hún hefur setið? Samfylkingin hefur staðið sig hörmulega í ríkisstjórn og hún hefur staðið sig hörmulega í bæjarstjórninni í Hafnarfirði. Meirihlutanum var hafnað og ekki síst bæjarstjóranum. Hvers vegna eru kröfur kjósenda ekki virtar? Er verið að hafa kjósendur að fíflum? Að lokum verð ég að gera athugasemdir við það að fjölmiðlar hafa ekki séð ástæðu til að fjalla um þennan undarlega gjörning í bæjarmálunum í Hafnarfirði og því hlýtur sú spurning að vakna hvort fjölmiðlar hefðu farið fram með meira offorsi ef umræddur fallisti í bæjarstjórn hefði komið úr röðum Sjálfstæðisflokks en ekki Samfylkingar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Það er alveg ljóst að lýðræðið í Hafnarfjarðarbæ er ekki að virka. Gengið var til sveitarstjórnarkosninga, þar sem Samfylkingunni og Lúðvíki Geirssyni bæjarstjóra var hafnað, en SAMT skulu sömu menn sitja áfram í bæjarstjórn með sama bæjarstjóra. Hvað er það sem oddviti vinstri grænna og Samfylkingin skilja ekki? Kröfur kjósenda um breytingar Í Hafnarfirði eru skýrar. Kjörsóknin var dræm eins og raun ber vitni - aðeins 65%, auðir seðlar voru óvenju margir og meirihluti Samfylkingar hélt ekki velli! Það var grátbroslegt að fylgjast með sjálfsþægingu Lúðvíks Geirssonar, fyrrverandi og núverandi bæjarstjóra, í kosningabaráttunni, þar sem hann hélt því fram að kosningarnar í Hafnarfirði snerust um hann. Er það ekki mikillæti að halda þessu fram? Verður maður ekki að vona að kjósendur hafi vit til að kjósa um málefnin og árangur bæjarstjórnarinnar? Ef hins vegar kosningar hefðu snúist um hann eins og hann hélt sjálfur fram, þá hlýtur Lúðvík fyrstur manna að viðurkenna að honum hafi skýrt og skorinort verið HAFNAÐ! Hann bauð sig fram í 6. sætið, fékk ekki kosningu og ætti því að detta úr bæjarstjórn. Í ljósi þessa þá hlýtur maður að spyrja - af hverju kemst Lúðvík í og þiggur bæjarstjórastólinn þrátt fyrir mikið afhroð? Það er líka vert að velta því fyrir sér hvað oddviti vinstri grænna, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, er að hugsa. Af hverju tekur hún ekki bæjarstjórastólinn strax eða lætur hann í hendur þeirra sem hafa verið kosnir til þess? Þarf hún tveggja ára starfskynningu á störfum bæjarstjóra eins og hún hefur haldið fram? Er hún ekki búin að vera í bæjarstjórn í fjögur ár og á því að vera fullkunnugt um það í hverju starf bæjarstjóra felst - að minnsta kosti í grófum dráttum? Ef hún getur ekki lært það á fjórum árum, hvernig getur hún það þá á tveimur? Kannski er hún ekki til þess fallin að taka við þessari stöðu ef hún treystir sér ekki í hana eftir fjögra ára veru í bæjarstjórn. Sérkennileg er einnig sú staða að vinstri grænir skuli hafa aðeins einn bæjarfulltrúa sem kemst í þá oddastöðu að einn af ellefu skuli ráða útkomu bæjarstjórnar? Skynsamlegra hefði verið að ráða ópólitískan bæjarstjóra til að fara þó að minnsta kosti að vilja kjósenda og sýna lýðræðið í verki. Þegar skoðaður er ferill meirihluta Samfylkingar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru ýmsar spurningar sem vakna um ákvarðanir og forgangsröðun. Sveitarfélagið hefur aldrei staðið eins illa fjárhagslega og nú í tíð meirihluta Samfylkingar og því er það kostulegt það sem fram kemur í yfirlýsingu nýja meirihlutans: „Nýi meirihlutinn mun leggja ríka áherslu á að … og tryggja um leið ábyrga fjármálastjórnun." Þetta sama fólk og sami bæjarstjóri var við stjórnvölinn áður, en sérstök eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga hefur haft fjárhagsstöðu sveitarfélagsins undir eftirliti vegna þess að skuldir og skuldbindingar þykja vera úr hófi fram! Því er ekki annað en hægt að velta fyrir sér hæfi oddvita vinstri grænna sem segir í fréttatíma sjónvarps að vegna þess að sveitarfélagið standi svo illa þurfi að koma til reyndur bæjarstjóri! Sem sagt bæjarstjórinn sem borið hefur ábyrgð á fjárhagsstöðu bæjarins. Hefur hún ekki fylgst með hvað hefur verið að gerast í bæjarstjórninni undanfarin fjögur ár, þar sem hún hefur setið? Samfylkingin hefur staðið sig hörmulega í ríkisstjórn og hún hefur staðið sig hörmulega í bæjarstjórninni í Hafnarfirði. Meirihlutanum var hafnað og ekki síst bæjarstjóranum. Hvers vegna eru kröfur kjósenda ekki virtar? Er verið að hafa kjósendur að fíflum? Að lokum verð ég að gera athugasemdir við það að fjölmiðlar hafa ekki séð ástæðu til að fjalla um þennan undarlega gjörning í bæjarmálunum í Hafnarfirði og því hlýtur sú spurning að vakna hvort fjölmiðlar hefðu farið fram með meira offorsi ef umræddur fallisti í bæjarstjórn hefði komið úr röðum Sjálfstæðisflokks en ekki Samfylkingar?
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun