Innlent

J-listinn ætlar ekki að kæra úrskurð kjörnefndar

Dalvík
Dalvík
J-listi ætlar ekki að kæra úrskurð kjörnefndar sýslumannsins á Akureyri um niðurstöðu sveitarstjórnarkosninga í Dalvíkurbyggð í endan maí síðastliðinn. Í tilkynningu sem framboðið sendi frá sér segir að það sé mat þeirra sem skipa listann að það séu hagsmunir sveitarfélagsins að óvissu ljúki sem fyrst og að bæjarstjórn með starfhæfan meirihluta taki til starfa svo fljótt sem verða má og vinni að þeim brýnu verkefnum sem fyrir liggja.

Listinn hefur nú hafið formlegar meirihlutaviðræður við A-listann þar sem miðað er við að Svanfríður Jónasdóttir, oddviti J-listans, verði áfram bæjarstjóri.


Tengdar fréttir

Dalvík: J-listinn nær ekki hreinum meirihluta

J-listi í Dalvíkurbyggð er ekki lengur með hreinan meirihluta í bæjarstjórn en kjörnefnd kvað upp í morgun úrskurð sem segir að átta vafaatkvæði sem nefndin hafði áður úrskurðað ógild séu nú nú gild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×