Erlent

Verkamannaflokkurinn áfram við völd í Ástralíu

Línur eru nú að skýrast í stjórnarmyndunarviðræðunum í Ástralíu. Tveir af þremur óháðum þingmönnum landsins hafa sagt að þeir muni styðja áframhaldandi stjórn Verkamannaflokksins undir forystu Júlíu Gillard.

Þar með er endi bundinn á pattstöðuna sem ríkt hefur í stjórnmálum landsins frá lokum þingkosninganna í síðasta mánuði. Í kosningunum náði enginn hreinum meirihluta á ástralska þinginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×