Erlent

Aftur ráðist á olíubílalest NATO í Pakistan

Talibanar í Pakistan hafa aftur látið til skarar skríða gegn olíubílalest á vegum NATO á leið með eldsneyti til Afganistan.

Í nótt réðust Talibanar á lest tíu tankbíla og kveiktu í þeim. Árásin átti sér stað rétt fyrir utan borgina Quetta í suðvesturhluta Pakistans.

Í frétt um málið á BBC segir að þetta sé í fjórða sinn á sex dögum að Talibanar, eða samherjar þeirra, í Pakistan ráðast á eldsneytisflutninga á vegum NATO í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×