Erlent

Krónprinsinn alsæll yfir tvöföldu kraftaverki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Friðrik krónprins og Mary Donaldson eiginkona hans eiga von á tvíburum. Mynd/ afp.
Friðrik krónprins og Mary Donaldson eiginkona hans eiga von á tvíburum. Mynd/ afp.
Friðrik, krónprins Danmerkur, er alsæll yfir því að Mary Donaldson, eiginkona hans, gengur með tvíbura. Fyrir eiga þau hjónin tvö börn og því er ljóst að fjölskyldan verður hin myndarlegasta þegar Mary er orðin léttari í janúar.

„Ég hefði ekki trúað því að storkurinn myndi færa okkur tvö börn," segir Friðrik krónprins í samtali við Ekstra Bladet. Friðrik er nú staddur með tveimur vinum sínum á siglingu við strendur Svíþjóðar. Mary er hins vegar heima í Danmörku með börnum þeirra, þeim Kristjáni og Ísabellu.

„Mig hefur alltaf dreymt um að eiga mörg börn. Það er alltaf kraftaverk að eignast barn. Nú erum við að upplifa tvöfalt kraftaverk," segir krónprinsinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×