Viðskipti innlent

Utanlandsferðir Íslendinga aukast að nýju

Í janúar fjölgaði utanferðum Íslendinga um 7,4% frá sama tíma í fyrra og er þetta þriðji mánuðurinn í röð sem slík aukning á sér stað.

Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þannig fjölgaði utanferðum Íslendinga um 15,5% í nóvember og um 3,4% í desember frá sömu mánuðum árið á undan.

Slík aukning hafði ekki átt sér stað frá því í júní árið 2008 en á síðastliðnu ári fækkaði brottförum Íslendinga um rúm 37% frá árinu á undan. Reikna með að botninum séð náð í utanferðum Íslendinga og að landinn komi til með að ferðast meira erlendis á árinu 2010 en 2009.

Vísbendingu af þessu tagi má t.d. sjá í niðurstöðum Gallup úr ársfjórðungslegum mælingum á fyrirhuguðum kaupum fólks á utanlandsferðum. Mældist vísitalan 116,1 stig í desember síðastliðnum sem er hæsta gildi hennar síðan fyrir bankahrun.

Töldu helmingur aðspurða mjög líklegt eða frekar líklegt að þeir kæmu til með að ferðast til útlanda á næstu 12 mánuðum á meðan um þriðjungur taldi það mjög eða frekar ólíklegt, að því er segir í Morgunkorninu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×