Erlent

Earl missir vind úr seglum

MYND/AP
Fellibylurinn Earl hefur nú náð ströndum Norður Karólínu í Bandaríkjunum og stefnir að Nýja Englandi. Áður en hann náði landi hafði þó dregið verulega úr styrk hans og flokkast hann nú sem annars stigs fellibylur en hann hafði náð fjórða stigi þegar mestur vindurinn var í honum. Yfirvöld hvetja íbúa þó til þess að búa sig vel undir veðrið því enn geti hann blásið kröftuglega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×