Erlent

Portúgalskir barnaníðingar dæmdir

Þáttastjórnandinn fyrrverandi Carlos Cruz hlaut í dag sex ára fangelsisdóm fyrir að níðast á börnum. Hann segist vera saklaus. Mynd/AP
Þáttastjórnandinn fyrrverandi Carlos Cruz hlaut í dag sex ára fangelsisdóm fyrir að níðast á börnum. Hann segist vera saklaus. Mynd/AP
Sex portúgalskir karlmenn voru í dag dæmdir í fangelsi fyrir kynferðisleg brot gegn ungmennum sem dvöldu á stofnun fyrir fátæk börn og unglinga. Meðal hinna dæmdu eru þekktur sjónvarpsmaður, tveir læknar og fyrrverandi sendiherra. Starfsmaður stofnunarinnar, Carlos Silvino, var dæmdur í 18 ára fangelsi en hinir í 5-7 ára fangelsi.

Upp komst um ofbeldið þegar móðir drengs sem dvaldi á stofnunni greindi lögreglu frá því í september 2002 að Silvino hefði misnotað son hennar. Skömmu síðar fjallaði dagblaðið Expresso um málið sem vakti strax hörð viðbrögð í Portúgal. Í framhaldinu kom í ljós að ofbeldið hófst á áttunda áratug síðustu aldar. Silvino játaði brot sín og nafngreindi um leið aðra sem misnotuðu ungmennin.

Árið 2004 var gefin út ákæra gegn sex karlmönnum og einni konu fyrir brot gegn 32 börnum og unglingum. Konan var sýknuð. Fyrir utan Silvino hafa mennirnir alltaf neitað sök.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×