Vettel: Ýmist talinn frábær eða bjáni 3. september 2010 13:03 Sebastian Vettel ekur með Red Bull. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel telur að hann eigi eftir að vaxa frá atviki sem varð í kappakstrinum á Spa brautinni í Belgíu um síðustu helgi. Þá keyrði hann meistarann Jenson Button út úr brautinni, þegar hann reyndi framúrakstur. Í frétt á autosport.com er greint frá samtali við Vettel í þýska blaðinu Auto Bil Motorsport. "Fórmúla 1 er stórkostleg. Ef allt gengur vel, þá er maður frábæri. Ef maður gerir mistök og fólk veit ekki ástæðuna fyrir þeim, þá er maður fljótur að vera talinn bjáni. Það sem er mest um vert, er að ég viti sannleikann sjálfur", sagði Vettel í umfjöllun þýska blaðsins. "Ég sofnaði á verðinum fyrir aftan öryggisbílinn í Ungverjalandi og gerði mistök og í Spa gerði ég líka mistök þegar ég snerist við framúrakstur á Button. En ég er nógu opinn og heiðarlegur til að viðurkenna það." "Ég er ekki stoltur af þessu, en þessu verður ekki breytt og ég verð bar að gæta þess að gera þetta ekki aftur. Mistök gera mann að betri ökumanni." Þrátt fyrir ágjöf innan og utan brautar á árinu og sú staðreynd að Vettel hefur tapað af mörgum stigum að undanförnu, þá telur Vettel að hann eigi möguleika á titlinum. "Við erum lið og þó við höfum lent í vandamálum, þá höfum við landað stigum. Ekki vegna heppni, heldur vegna þess að samspilið er sterkt. Ég hef ekki ahyggjur af sjálfum mér. Ég veit hve góðir við erum og ég mun landa titlinum á árinu. Það hefur ekki allt gengið samkvæmt bókinni, en ég er samt 31 stigi á eftir", sagði Vettel og gat þess að hann myndi sækja hratt á þeim sem er á undan honum í stigamótinu sem stendur. Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Sebastian Vettel telur að hann eigi eftir að vaxa frá atviki sem varð í kappakstrinum á Spa brautinni í Belgíu um síðustu helgi. Þá keyrði hann meistarann Jenson Button út úr brautinni, þegar hann reyndi framúrakstur. Í frétt á autosport.com er greint frá samtali við Vettel í þýska blaðinu Auto Bil Motorsport. "Fórmúla 1 er stórkostleg. Ef allt gengur vel, þá er maður frábæri. Ef maður gerir mistök og fólk veit ekki ástæðuna fyrir þeim, þá er maður fljótur að vera talinn bjáni. Það sem er mest um vert, er að ég viti sannleikann sjálfur", sagði Vettel í umfjöllun þýska blaðsins. "Ég sofnaði á verðinum fyrir aftan öryggisbílinn í Ungverjalandi og gerði mistök og í Spa gerði ég líka mistök þegar ég snerist við framúrakstur á Button. En ég er nógu opinn og heiðarlegur til að viðurkenna það." "Ég er ekki stoltur af þessu, en þessu verður ekki breytt og ég verð bar að gæta þess að gera þetta ekki aftur. Mistök gera mann að betri ökumanni." Þrátt fyrir ágjöf innan og utan brautar á árinu og sú staðreynd að Vettel hefur tapað af mörgum stigum að undanförnu, þá telur Vettel að hann eigi möguleika á titlinum. "Við erum lið og þó við höfum lent í vandamálum, þá höfum við landað stigum. Ekki vegna heppni, heldur vegna þess að samspilið er sterkt. Ég hef ekki ahyggjur af sjálfum mér. Ég veit hve góðir við erum og ég mun landa titlinum á árinu. Það hefur ekki allt gengið samkvæmt bókinni, en ég er samt 31 stigi á eftir", sagði Vettel og gat þess að hann myndi sækja hratt á þeim sem er á undan honum í stigamótinu sem stendur.
Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira