Innlent

Héraðsdómur skal rétta í árásarmáli gegn lögreglusyni

Hæstiréttur snéri úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur.
Hæstiréttur snéri úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur.

Hæstiréttur Íslands snéri úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem varðar vanhæfi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu en sonur varðstjóra, sem starfar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, kærði annan pilt fyrir að skalla hann í andlitið með þeim afleiðingum að tönn brotnaði.

Atvikið átti sér stað fyrir utan félagsmiðstöð í september árið 2008. Þá á pilturinn að hafa skallað son varðstjórans í andlitið. Foreldrar fórnalambsins kærðu málið og að lokum var ákært í því.

Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur vísaði málinu frá þar sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu á að hafa verið vanhæfur vegna tengsla við varðstjórann. En embætti hans rannsakaði málið.

Hæstiréttur úrskurðaði að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu væri ekki vanhæfur til að stjórna rannsókn lögreglu á því ætlaða broti sem piltinum er gefið að sök í málinu.

Því úrskurðaði Hæstiréttur að héraðsdómur skyldi taka málið til efnislegrar meðferðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×