Erlent

27 eitulyfjasmyglarar felldir í Mexíkó

MYND/AP

Mexíkóski herinn felldi 27 meðlimi eiturlyfjagengis þegar skotbardagi braust út við bandarísku landamærin í nótt. Herflokkur varð fyrir árás þegar hann nálgaðist það sem virðist hafa verið þjálfunarbúðir fyrir glæpamennina en búðirnar uppgötvuðust í eftirlitsflugi flughersins.

Tveir hermenn særðust í bardaganum sem fór fram í Tamálípas héraðinu þar sem átök á milli tveggja gengja hafa verið sérstaklega blóðug síðustu misserin. Að auki voru þrír gíslar frelsaðir í árásinni að sögn hersins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×