Erlent

Hiltabeltisstormurinn Conson veldur usla á Filippseyjum

Hitabeltisstormurinn Conson herjar nú á Filippseyjar og er 19 sjómanna saknað á eyjunum. Þar að auki eru um 1.900 manns strandaglópar víða um eyjarnar.

Almannavarnir á Filippseyjum hafa gefið út viðvaranir um hættu á flóðum og aurskriðum vegna stormsins en mikil úrkoma fylgir honum.

Conson er á leið yfir Filippseyjar í vesturátt til Suður-Kínahafs. Reiknað er með að hann nái inn á suðurströnd Kína á föstudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×