Viðskipti innlent

Froskur sem sló í gegn

Essasú-froskur Vodafone hefur gert víðreist, meðal annars kíkti hann í heimsókn á Barnaspítala Hringsins skömmu fyrir jól. Markaðurinn/Vilhelm
Essasú-froskur Vodafone hefur gert víðreist, meðal annars kíkti hann í heimsókn á Barnaspítala Hringsins skömmu fyrir jól. Markaðurinn/Vilhelm

Auglýsingaherferð Vodafone þar sem „essasú“-froskurinn var í aðalhlutverki er með þeim íslensku auglýsingaherferðum sem hvað mesta athygli hafa vakið.

Samkvæmt upplýsingum frá Vodafone kviknaði hugmyndin að herferðinni út frá miklum viðbrögðum sem lítil tilboðsauglýsing vakti. Eftir stendur einhver vinsælasti auglýsingafrasi síðari tíma, „essasú?“, 196 þúsund áhorf á auglýsingar með froskinum á myndbandavefnum Youtube.com og 21 þúsund aðdáendur á síðu sem stofnuð var til heiðurs essasú-frosknum á Facebook.

Til samanburðar má nefna að aðdáendasíða Fangavaktarinnar á Facebook er með um 15 þúsund aðdáendur. Þá létu um 5.000 manns taka af sér myndir með froskinum fyrir jólin þrátt fyrir langar biðraðir. - óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×