Alls konar áætlunin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og skrifa 3. desember 2010 12:28 Það er vont þegar stefnu vantar í stefnumótandi plögg. Fjárhagsáætlun borgarinnar er dæmi um slíkt plagg. Áætlunin gefur borgarbúum engin skýr skilaboð um stefnu meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar næstu árin. Skilaboðin eru óútfærð, óskýr og hreint út sagt út og suður.+ Langtímastefnan kemur hvergi fram. Enginn veit, hvorki kjörnir fulltrúar né starfsmenn, hvaða rekstrarþætti á að verja umfram aðra. Ekkert er fjallað um atvinnu eða atvinnuleysi. Engar útfærslur sjást varðandi framkvæmdir sem Dagur B. Eggertsson þó gagnrýndi hvað harðast að vantaði í síðustu fjárhagsáætlun. Dagur talaði þá um "framkvæmdastopp" þó framkvæmt væri fyrir 10 milljarða. "Hagvöxtur í Reykjavík" hefur jafnvel ekki verið skilgreindur en Dagur fjallaði ótæpilega um það óskýra fyrirbæri í kosningabaráttunni. Ekki er metið hvað hækkaðir skattar og gjöld á fjölskyldur komi til með að kosta samtals þótt nánast allt sé hækkað sem hægt er að hækka. Engin skýr lína kemur fram um hvort eigi að verja störf eða ekki og starfsmenn sitja uppi með ógrynni af óútfærðum hagræðingartillögum sem samtals nema u.þ.b. einum milljarði króna á ársgrundvelli. Það eina sem er útfært í þaula er hvernig seilast eigi dýpra í tóma vasa borgarbúa. Meirihlutinn setur ekki fram leiðbeinandi línur í fjárhagsáætlanagerðinni um hvernig skuli haga samrekstri í þjónustu eins og t.d. skóla. Ekki er heldur búið að ákveða hvernig á að hagræða í sérkennslu, forföllum eða langtímaveikindum í leik- og grunnskólum. Ekkert er enn ákveðið um hvernig eigi að skipuleggja hagræðingu í ráðhúsinu. Í stuttu máli er fjárhagsáætlun meirihlutans fullkomlega ókláruð. Rúsínan í pylsuendanum er síðan að hið svokallaða gat sem Besti flokkurinn og Samfylking ætla sér að loka hefur stækkað á ótrúlegan hátt með útgjaldaliðnum "ófyrirséð fé" sem stækkar nú í tæpan milljarð. "Ófyrirséð fé" er óbundinn liður í áætluninni og er til að mæta ýmsum uppákomum, dekurverkefnum eða verkefnum sem meirihlutinn vill takast á við á nýju ári. Sannarlega alls konar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er vont þegar stefnu vantar í stefnumótandi plögg. Fjárhagsáætlun borgarinnar er dæmi um slíkt plagg. Áætlunin gefur borgarbúum engin skýr skilaboð um stefnu meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar næstu árin. Skilaboðin eru óútfærð, óskýr og hreint út sagt út og suður.+ Langtímastefnan kemur hvergi fram. Enginn veit, hvorki kjörnir fulltrúar né starfsmenn, hvaða rekstrarþætti á að verja umfram aðra. Ekkert er fjallað um atvinnu eða atvinnuleysi. Engar útfærslur sjást varðandi framkvæmdir sem Dagur B. Eggertsson þó gagnrýndi hvað harðast að vantaði í síðustu fjárhagsáætlun. Dagur talaði þá um "framkvæmdastopp" þó framkvæmt væri fyrir 10 milljarða. "Hagvöxtur í Reykjavík" hefur jafnvel ekki verið skilgreindur en Dagur fjallaði ótæpilega um það óskýra fyrirbæri í kosningabaráttunni. Ekki er metið hvað hækkaðir skattar og gjöld á fjölskyldur komi til með að kosta samtals þótt nánast allt sé hækkað sem hægt er að hækka. Engin skýr lína kemur fram um hvort eigi að verja störf eða ekki og starfsmenn sitja uppi með ógrynni af óútfærðum hagræðingartillögum sem samtals nema u.þ.b. einum milljarði króna á ársgrundvelli. Það eina sem er útfært í þaula er hvernig seilast eigi dýpra í tóma vasa borgarbúa. Meirihlutinn setur ekki fram leiðbeinandi línur í fjárhagsáætlanagerðinni um hvernig skuli haga samrekstri í þjónustu eins og t.d. skóla. Ekki er heldur búið að ákveða hvernig á að hagræða í sérkennslu, forföllum eða langtímaveikindum í leik- og grunnskólum. Ekkert er enn ákveðið um hvernig eigi að skipuleggja hagræðingu í ráðhúsinu. Í stuttu máli er fjárhagsáætlun meirihlutans fullkomlega ókláruð. Rúsínan í pylsuendanum er síðan að hið svokallaða gat sem Besti flokkurinn og Samfylking ætla sér að loka hefur stækkað á ótrúlegan hátt með útgjaldaliðnum "ófyrirséð fé" sem stækkar nú í tæpan milljarð. "Ófyrirséð fé" er óbundinn liður í áætluninni og er til að mæta ýmsum uppákomum, dekurverkefnum eða verkefnum sem meirihlutinn vill takast á við á nýju ári. Sannarlega alls konar.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar