Erlent

Lýbíska flutningaskipið komið til hafnar í Egyptalandi

Flutningaskip á vegum lýbísku góðgerðarsamtakanna Gaddafi Foundation er komið til hafnar í Egyptalandi. Þar með tókst skipinu ekki að brjóta hafnarbann Ísraelsmanna en skipinu var í fyrstu siglt til Gaza.

Um borð eru hjálpargögn til handa íbúum þess svæðis. Hjálpargögnin verða nú flutt landleiðina til Gaza og mun Rauði krossinn í Egyptalandi annast þá flutninga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×