Erlent

Moskvubúar hrynja niður

Óli Tynes skrifar

Dánartíðni íbúa Moskvu hefur hækkað um þriðjung undanfarnar vikur. Það er rakið til hitabylgjunnar sem er hin versta sem komið hefur í borginni í meira en öld.

Hitinn hefur verið um og yfir 40 gráður á Celsius. Margir hafa dáið einfaldlega vegna þess að þeir hafa ekki þolað hitann.

Fjöldi manns hefur einnig drukknað þegar þeir hafa lagst til sunds til þess að kæla sig. Talið er að ástandið muni nú snarversna vegna skógareldanna sem geisa í grennd við Moskvu.

Þykkt reykjarský liggur yfir borginni og þeir sem eiga við einhvern öndunarfæra vanda að stríða eru hvattir til að halda sig innan dyra.

Það er þó lítið varið í það þar sem fæstar íbúðir eru með loftkælingu og gluggar verða auðvitað að vera lokaðir ef á að forðast reykinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×