Erlent

Vitjuðu rústa Montana hótelsins á Haítí

Friðargæsluliðar eru að störfum í Haítí. Mynd/ AFP.
Friðargæsluliðar eru að störfum í Haítí. Mynd/ AFP.
Ættingjar Bandaríkjamanna sem fórust í jarðskjálftanum á Haítí vitjuðu rústa Montana hótelsins í Port-au Prince höfðuðborg landsins í gær, þar sem talið er að fólkið hvíli enn undir rústum hótelsins.

Fjórir námsmenn og tveir prófessorar frá Lynn háskóla í Flórída eru að öllum líkindum meðal þeirra fjörtíu Bandaríkjamanna sem er að finna í rústunum. Átta bandarískir námsmenn úr sama hópi lifðu skjálftann af. Hópurinn var hluti af áætlun sem kallast Ferð til vonar sem kom til Haíti til að létta undir með fátækum með matargjöfum.

Björgunarmenn grófu tuttugu og fjögurra ára gamlan mann lifandi upp úr rústum hótels Napolí í Port-au Prince í gær, örfáuum klukkustundum eftir að stjórnvöld tilkynntu að leit að lifandi fólki væri hætt. Bróðir mannsins kallaði á björgunarlið eftir að hann og aðrir urðu varir við lífsmark í rústunum. Maðurinn var ótrúlega vel á sig kominn miðað við að hafa verið grafinn í húsarústunum í ellefu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×