Erlent

Þrumuveður veldur miklum eignasköðum í Danmörku

Mikið þrumuveður sem gekk yfir Danmörku í gærkvöldi og nótt varð þess valdandi að mikið var að gera hjá slökkviliðsstöðvum víða um landið.

Þrumuveðrið var það öflugasta sem skollið hefur á landinu á síðustu árum og olli alls 17 eldsvoðum en ástandið var hvað verst í suðurhluta Danmerkur.

Samkvæmt fréttum í dönskum fjölmiðlum í morgun er þó ekki vitað um að neinn hafi slasast í veðrinu. Eldingar í þrumverðinu er taldar hafa orðið um 40.000 talsins og sumum þeirra sló niður í efstu hæðir húsa og bygginga, í sumarhús og garða og í rafmagnstöflur. Þar að auki var tilkynnt um inniháttar skógarelda víða um landið.

Fyrsta útkallið kom til slökkviliðsins í Vojens þar sem eldingu sló niður í svínabú síðdegis í gær. Slökkvliðið hafði vart lokið störfum þar þegar tilkynnt var að lagarbygging við Farvergaarden stæði í ljósum logum eftir eldingu.

Tilkynningar um eldsvoða komu svo ótt og títt það sem eftir lifði kvöldsins og yfir alla nóttina. Sú síðasta kom snemma í morgun þegar elding sló niður skorstein af húsi í Vordingborg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×