Áætlun um ferðamennsku á hálendinu Siv Friðleifsdóttir skrifar 9. september 2010 06:00 Á mánudag var samþykkt þingsálykturnartillaga á Alþingi um gerð áætlunar um ferðamennsku á miðhálendi Íslands þannig að unnt sé að taka vel á móti þeim aukna fjölda ferðamanna sem ferðast um hálendið án þess að ganga of nærri því. Undirrituð er fyrsti flutningsmaður tillögunnar, en þingmenn úr öllum flokkum eru meðflutningsmenn. Nú verður það verk iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra að vinna áætlunina fyrir árslok 2013. Verkefni þetta er afar aðkallandi því mikilvægt er að hugað sé með skipulögðum hætti að nýtingu hálendisins og annarra lítt snortinna náttúrusvæða fyrir ferðaþjónustuna. Við viljum taka vel á móti ferðamönnum, erlendum sem innlendum, án þess að ganga of nærri umhverfinu á sama tíma. Milljón ferðamenn 2016 Ísland nýtur vaxandi hylli ferðamanna. Sé litið til hlutfallslegrar aukningar síðustu ára má vænta þess að yfir ein milljón erlendra ferðamanna sæki landið heim árið 2016 en í fyrra voru þeir um 500.000 talsins. Hvernig ætlum við að taka á móti ferðamönnum svo að sem flestum líki á sama tíma og við verjumst ágangi á viðkvæmustu svæðunum? Til hvaða ferðamannahópa eigum við að höfða og hvert eigum við að beina þeim? Er hægt að dreifa ferðamönnunum á fleiri staði og á hvaða staði þá helst? Hvaða ferðamannahópar geta samnýtt svæði og á hvaða hátt svo ekki skapist togstreita milli þeirra? Erum við komin að þolmörkum einstakra svæða þ.a. verði ferðamannafjöldinn meiri þar hnignar svæðunum, þau skemmast og ferðamenn verða óánægðir? Hvar liggja áherslur ferðaþjónustufyrirtækja, sveitarfélaga, ferðamanna og annarra hagsmunahópa? Öllum þessu spurningum þarf að leita svara við með öflugum rannsóknum í ferðamennsku og góðu samráði þegar áætlunin er unnin. Hálendið vinsælt Í ferðaþjónustu er Ísland kynnt á grundvelli hreinnar óspilltrar náttúru þar sem saman fer sérstætt og fjölbreytilegt landslag og ósnortin víðerni. Um 42% landsins flokkast til ósnortinna víðerna. Ósnortin víðerni án jökla eru innan við 31% landsins og brýnt að huga vel að þessum landsvæðum svo sérstaðan glatist ekki. Kannanir Ferðamálastofu (2006) sýna glögglega að vel hefur tekist til í kynningarmálum en 76% erlendra ferðamanna koma til að upplifa náttúruna. Hálendið skipar þar mikilvægan sess en samkvæmt könnun Ferðamálastofu (2008) fara um 26% erlendra ferðamanna í Landmannalaugar, vinsælustu náttúruperlu hálendisins. Undirrituð gekk fjölsóttustu gönguleið landsins fyrir skömmu, Laugaveginn milli Landmannalauga og Þórsmerkur, alls 55 km. leið. Gist var í skálum Ferðafélags Íslands, en þar taka liprir skálaverðir vel á móti göngufólk í lok hvers göngudags. Þessa stórkostlegu leið ganga 8.000-10.000 manns árlega, útlendingar og Íslendingar. Land þar sem slíka gönguleið er að finna og margar aðrar af sömu gæðum er auðugt, svo ekki sé minnst á alla hina mikilvægu áningarstaðina sem ferðamenn sækja heim um land allt. Atvinna og gjaldeyristekjur Ferðaþjónustan veitir mörg kærkomin atvinnutækifæri m.a. á landsbyggðinni. Með vaxandi fjölda ferðamanna skapast ný og mikilvæg störf. Ferðaþjónustan er á topp þremur listanum í öflun gjaldeyristekna hér á landi. Gjaldeyristekjur Íslands árið 2008 skiptust þannig að 29,7% voru af stóriðju, 26,3% af sjávarafurðum og 16,9% af erlendum ferðamönnum. Ef vel er haldið á málefnum ferðaþjónustunnar munu gjaldeyristekjur okkar aukast til muna. Af framangreindu er ljóst að það er allra hagur að vinna áætlun um ferðamennsku á miðhálendinu. Því fyrr, því betra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siv Friðleifsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Á mánudag var samþykkt þingsálykturnartillaga á Alþingi um gerð áætlunar um ferðamennsku á miðhálendi Íslands þannig að unnt sé að taka vel á móti þeim aukna fjölda ferðamanna sem ferðast um hálendið án þess að ganga of nærri því. Undirrituð er fyrsti flutningsmaður tillögunnar, en þingmenn úr öllum flokkum eru meðflutningsmenn. Nú verður það verk iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra að vinna áætlunina fyrir árslok 2013. Verkefni þetta er afar aðkallandi því mikilvægt er að hugað sé með skipulögðum hætti að nýtingu hálendisins og annarra lítt snortinna náttúrusvæða fyrir ferðaþjónustuna. Við viljum taka vel á móti ferðamönnum, erlendum sem innlendum, án þess að ganga of nærri umhverfinu á sama tíma. Milljón ferðamenn 2016 Ísland nýtur vaxandi hylli ferðamanna. Sé litið til hlutfallslegrar aukningar síðustu ára má vænta þess að yfir ein milljón erlendra ferðamanna sæki landið heim árið 2016 en í fyrra voru þeir um 500.000 talsins. Hvernig ætlum við að taka á móti ferðamönnum svo að sem flestum líki á sama tíma og við verjumst ágangi á viðkvæmustu svæðunum? Til hvaða ferðamannahópa eigum við að höfða og hvert eigum við að beina þeim? Er hægt að dreifa ferðamönnunum á fleiri staði og á hvaða staði þá helst? Hvaða ferðamannahópar geta samnýtt svæði og á hvaða hátt svo ekki skapist togstreita milli þeirra? Erum við komin að þolmörkum einstakra svæða þ.a. verði ferðamannafjöldinn meiri þar hnignar svæðunum, þau skemmast og ferðamenn verða óánægðir? Hvar liggja áherslur ferðaþjónustufyrirtækja, sveitarfélaga, ferðamanna og annarra hagsmunahópa? Öllum þessu spurningum þarf að leita svara við með öflugum rannsóknum í ferðamennsku og góðu samráði þegar áætlunin er unnin. Hálendið vinsælt Í ferðaþjónustu er Ísland kynnt á grundvelli hreinnar óspilltrar náttúru þar sem saman fer sérstætt og fjölbreytilegt landslag og ósnortin víðerni. Um 42% landsins flokkast til ósnortinna víðerna. Ósnortin víðerni án jökla eru innan við 31% landsins og brýnt að huga vel að þessum landsvæðum svo sérstaðan glatist ekki. Kannanir Ferðamálastofu (2006) sýna glögglega að vel hefur tekist til í kynningarmálum en 76% erlendra ferðamanna koma til að upplifa náttúruna. Hálendið skipar þar mikilvægan sess en samkvæmt könnun Ferðamálastofu (2008) fara um 26% erlendra ferðamanna í Landmannalaugar, vinsælustu náttúruperlu hálendisins. Undirrituð gekk fjölsóttustu gönguleið landsins fyrir skömmu, Laugaveginn milli Landmannalauga og Þórsmerkur, alls 55 km. leið. Gist var í skálum Ferðafélags Íslands, en þar taka liprir skálaverðir vel á móti göngufólk í lok hvers göngudags. Þessa stórkostlegu leið ganga 8.000-10.000 manns árlega, útlendingar og Íslendingar. Land þar sem slíka gönguleið er að finna og margar aðrar af sömu gæðum er auðugt, svo ekki sé minnst á alla hina mikilvægu áningarstaðina sem ferðamenn sækja heim um land allt. Atvinna og gjaldeyristekjur Ferðaþjónustan veitir mörg kærkomin atvinnutækifæri m.a. á landsbyggðinni. Með vaxandi fjölda ferðamanna skapast ný og mikilvæg störf. Ferðaþjónustan er á topp þremur listanum í öflun gjaldeyristekna hér á landi. Gjaldeyristekjur Íslands árið 2008 skiptust þannig að 29,7% voru af stóriðju, 26,3% af sjávarafurðum og 16,9% af erlendum ferðamönnum. Ef vel er haldið á málefnum ferðaþjónustunnar munu gjaldeyristekjur okkar aukast til muna. Af framangreindu er ljóst að það er allra hagur að vinna áætlun um ferðamennsku á miðhálendinu. Því fyrr, því betra.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun