Umfjöllun: Sigurbergur skaut Gróttu í kaf Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 7. mars 2010 17:34 Sigurbergur var í banastuði í dag. Mynd/Valli Í dag fór fram einn leikur í N1-deild karla í handbolta. Grótta fékk meistara Hauka í heimsókn á Seltjarnarnesið. Leiknum lauk með, 22-26, sigri Haukamanna en Gróttu-liðið var vel og lengi með yfirhöndina í leiknum. Þeir fóru þó illa að ráði sínu og misstu menn klaufalega útaf undir lok leiksins og það varð þeim að falli. Leikmenn mættu klárir í slaginn í dag með motturnar sínar en greinilegt var að nokkrir leikmenn taka þátt í "Karlmenn og krabbamein" því nokkrir leikmenn skörtuðu þessum líka glæsilegu mottum. Leikurinn fór rólega af stað en heimamenn létu strax vita að þeir ætluðu að láta Haukaliðið hafa fyrir hlutunum. Það var mikil stemning í Gróttu-liðinu en þeir leiddu leikinn fyrstu tíu mínúturnar. Sigurbergur Sveinsson vaknaði svo í sókninni hjá Haukum og liðið fór að spila fínan sóknarbolta. Birkir Ívar Guðmundsson var að verja mjög vel í markinu og var með 11 skot varin í fyrri hálfleik. Eftir að gestirnir komust yfir þá náðu þeir þriggja marka forystu og útlit fyrir að þeir myndu bara sigla fram úr heimamönnum. En svo var ekki, Gróttu-liðið kom brjálað til baka og jafnaði leikinn. Haukar misstu svo tvo leikmenn útaf og voru því tveimur færri undir lok fyrri hálfleiks. Heimamenn gengu á lagið, nýttu sér liðsmuninn vel og skoruðu tvö mikilvæg mörk áður en blásið var til leikhlés. Atli Rúnar Steinþórsson, leikmaður Gróttu, fór á kostum á línunni með fimm mörk og stemningin á Nesinu frábær. Staðan í hálfleik, 11-9, Gróttu í vil. Gróttu-liðið kom enn sterkara til leiks í síðari hálfleik og voru til alls líklegir. Þeir komust þremur mörkum yfir og spiluðu flotta vörn. Það var svo komið að Sigurbergi Sveinssyni sem lét vita af því að hann ætlaði liði sínu öll stigin úr þessum leik. Hann skoraði sex mörk í röð og öll skot hans enduðu í netinu á þessum tímapunkti. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, var frábær og varði hvað eftir annað með tilþrifum. Leikurinn var mjög spennnandi allan síðari hálfleik en heimamenn brenndu sig á því að missa menn út af fyrir klaufaskap og má segja að það hafi kostað þá sigurinn í leiknum. Haukamenn silgdu fram úr þeim síðustu fimm mínúturnar og leiknum lauk með, 22-26, sigri gestanna. Birkir Ívar Guðmundsson var frábær í markinu hjá Haukum með 23 varin skot. Í sókninni fór Sigurbergur Sveinsson fyrir sínum mönnum og skoraði 11 mörk. Þeir félagar voru lykilinn að þessum sigri Hauka í dag. Grótta-Haukar 22-26 (11-9) Mörk Gróttu (skot): Atli Rúnar Steinþórsson 6 (6), Jón Karl Björnsson 5/4 (8/4), Hjalti Þór Pálmason 5 (10), Anton Rúnarsson 2 (9), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Davíð Örn Hlöðversson 1 (2), Arnar Freyr Theódórsson 1 (6), Davíð Benedikt Gíslason 1 (6). Varin skot: Gísli Guðmundsson 15 skot varin. 37%. Hraðaupphlaup: 2 (Anton, Hjalti) Fiskuð víti: 5 (Atli 2, Arnar, Davíð) Utan vallar: 12 mín. Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 11/5 (16/5), Elías Már Halldórsson 7 (10), Jónatan Ingi Jónsson 3 (4), Tjörvi Þorgeirsson 3 (5), Freyr Brynjarsson 1 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 23 skot varin. 51%. Hraðaupphlaup: 5 (Elías 4, Freyr) Fiskuð víti: 5 (Sigurbergur, Tjörvi, Jónatan, Heimir, Einar) Utan vallar: 10 mín. Olís-deild karla Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Fótbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
Í dag fór fram einn leikur í N1-deild karla í handbolta. Grótta fékk meistara Hauka í heimsókn á Seltjarnarnesið. Leiknum lauk með, 22-26, sigri Haukamanna en Gróttu-liðið var vel og lengi með yfirhöndina í leiknum. Þeir fóru þó illa að ráði sínu og misstu menn klaufalega útaf undir lok leiksins og það varð þeim að falli. Leikmenn mættu klárir í slaginn í dag með motturnar sínar en greinilegt var að nokkrir leikmenn taka þátt í "Karlmenn og krabbamein" því nokkrir leikmenn skörtuðu þessum líka glæsilegu mottum. Leikurinn fór rólega af stað en heimamenn létu strax vita að þeir ætluðu að láta Haukaliðið hafa fyrir hlutunum. Það var mikil stemning í Gróttu-liðinu en þeir leiddu leikinn fyrstu tíu mínúturnar. Sigurbergur Sveinsson vaknaði svo í sókninni hjá Haukum og liðið fór að spila fínan sóknarbolta. Birkir Ívar Guðmundsson var að verja mjög vel í markinu og var með 11 skot varin í fyrri hálfleik. Eftir að gestirnir komust yfir þá náðu þeir þriggja marka forystu og útlit fyrir að þeir myndu bara sigla fram úr heimamönnum. En svo var ekki, Gróttu-liðið kom brjálað til baka og jafnaði leikinn. Haukar misstu svo tvo leikmenn útaf og voru því tveimur færri undir lok fyrri hálfleiks. Heimamenn gengu á lagið, nýttu sér liðsmuninn vel og skoruðu tvö mikilvæg mörk áður en blásið var til leikhlés. Atli Rúnar Steinþórsson, leikmaður Gróttu, fór á kostum á línunni með fimm mörk og stemningin á Nesinu frábær. Staðan í hálfleik, 11-9, Gróttu í vil. Gróttu-liðið kom enn sterkara til leiks í síðari hálfleik og voru til alls líklegir. Þeir komust þremur mörkum yfir og spiluðu flotta vörn. Það var svo komið að Sigurbergi Sveinssyni sem lét vita af því að hann ætlaði liði sínu öll stigin úr þessum leik. Hann skoraði sex mörk í röð og öll skot hans enduðu í netinu á þessum tímapunkti. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, var frábær og varði hvað eftir annað með tilþrifum. Leikurinn var mjög spennnandi allan síðari hálfleik en heimamenn brenndu sig á því að missa menn út af fyrir klaufaskap og má segja að það hafi kostað þá sigurinn í leiknum. Haukamenn silgdu fram úr þeim síðustu fimm mínúturnar og leiknum lauk með, 22-26, sigri gestanna. Birkir Ívar Guðmundsson var frábær í markinu hjá Haukum með 23 varin skot. Í sókninni fór Sigurbergur Sveinsson fyrir sínum mönnum og skoraði 11 mörk. Þeir félagar voru lykilinn að þessum sigri Hauka í dag. Grótta-Haukar 22-26 (11-9) Mörk Gróttu (skot): Atli Rúnar Steinþórsson 6 (6), Jón Karl Björnsson 5/4 (8/4), Hjalti Þór Pálmason 5 (10), Anton Rúnarsson 2 (9), Ægir Hrafn Jónsson 1 (1), Davíð Örn Hlöðversson 1 (2), Arnar Freyr Theódórsson 1 (6), Davíð Benedikt Gíslason 1 (6). Varin skot: Gísli Guðmundsson 15 skot varin. 37%. Hraðaupphlaup: 2 (Anton, Hjalti) Fiskuð víti: 5 (Atli 2, Arnar, Davíð) Utan vallar: 12 mín. Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 11/5 (16/5), Elías Már Halldórsson 7 (10), Jónatan Ingi Jónsson 3 (4), Tjörvi Þorgeirsson 3 (5), Freyr Brynjarsson 1 (3). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 23 skot varin. 51%. Hraðaupphlaup: 5 (Elías 4, Freyr) Fiskuð víti: 5 (Sigurbergur, Tjörvi, Jónatan, Heimir, Einar) Utan vallar: 10 mín.
Olís-deild karla Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Fótbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira