Neytendasamtökin berjast gegn SMS-lánum 1. júní 2010 13:33 Neytendasamtökin segja sláandi að SMS lánafyrirtækið Kredia skuli markaðssetja rándýr skammtímalán grimmt, skömmu eftir fjármálahrunið. Þau harma þá þróun sem er að verða á lánamarkaði. Samtökin sendu ítrekun til viðskiptamálaráðherra þar sem óskað er eftir að ráðherra bregðist við þessum nýju fyrirtækjum á lánamarkaði með breytingu á lögum. „Það er greinilega mikil samkeppni milli fyrirtækja sem lána peninga í gegnum farsíma og taka fyrir það mjög háa þóknun. Markaðssetningin er ágeng og virðist frekar beinast af veikum hópi neytenda sem auðvelt er að freist," segir í frétt frá samtökunum. Nýjasta útspil Kredia beinist að þeirra helsta markhópi sem eru 18 ára ungmenni. Auglýsingin er send í lokuðu umslagi merkt LEYNDÓ. Í umslaginu er pési með yfirskriftinni „Engar neyðarlegar uppákomur!” Þar er mynd af ungum manni sem er að bjóða kærustunni í bíó. Hann á ekki pening fyrir bíómiðunum, því hann fær ekki heimild á kortið sitt. Þá tekur hann upp gemsann og slær Kredia um lán og getur þá gert „það sem hann vill” eins og fram kemur í umræddum pésa. Pésinn birtir einnig lukkukóða til að tæla ungmennin inná heimasíðu Kredia þannig að það fari örugglega ekki framhjá þeim hversu einfalt það er að taka lán, segir í fréttinni. „Það er spurning hvort unga stúlkan ætti ekki að forða sér hið snarasta úr þessu sambandi. Það byrjar alla vega ekki efnilega ef bíóferðin er upp á krít og það ekki ódýrri. Reyndar eru skilaboðin í auglýsingunni frekar gamaldags og karlmaðurinn settur í einkennilega stöðu. Það ætti ekki að vera neyðarlegt að hafa ekki efni á bíóferð til að vinna hjarta ungra stúlku. Vonandi hefur hann yfirsýn yfir fjárhagsstöðu sína og ætti ekki að fara í bíó nema vera viss um að eiga fyrir miðanum. Stúlkan ætti kannski að borga miðann sinn sjálf en ekki treysta á mann sem tekur lán fyrir bíómiða,” segir í fréttinni. Rannsóknarskýrslan er nýkomin út og í siðfræðikafla skýrslunnar er m.a. fjallað um ágenga markaðssetningu á lánum. Það hversu skuldsett heimilin í raun voru þegar hrunið varð gerir endurreisnina mun erfiðari en annars. Að lánafyrirtæki skuli markaðssetja rándýr skammtímalán svona grimmt, svona stutt eftir hrunið er sláandi, segir í fréttinni. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Neytendasamtökin segja sláandi að SMS lánafyrirtækið Kredia skuli markaðssetja rándýr skammtímalán grimmt, skömmu eftir fjármálahrunið. Þau harma þá þróun sem er að verða á lánamarkaði. Samtökin sendu ítrekun til viðskiptamálaráðherra þar sem óskað er eftir að ráðherra bregðist við þessum nýju fyrirtækjum á lánamarkaði með breytingu á lögum. „Það er greinilega mikil samkeppni milli fyrirtækja sem lána peninga í gegnum farsíma og taka fyrir það mjög háa þóknun. Markaðssetningin er ágeng og virðist frekar beinast af veikum hópi neytenda sem auðvelt er að freist," segir í frétt frá samtökunum. Nýjasta útspil Kredia beinist að þeirra helsta markhópi sem eru 18 ára ungmenni. Auglýsingin er send í lokuðu umslagi merkt LEYNDÓ. Í umslaginu er pési með yfirskriftinni „Engar neyðarlegar uppákomur!” Þar er mynd af ungum manni sem er að bjóða kærustunni í bíó. Hann á ekki pening fyrir bíómiðunum, því hann fær ekki heimild á kortið sitt. Þá tekur hann upp gemsann og slær Kredia um lán og getur þá gert „það sem hann vill” eins og fram kemur í umræddum pésa. Pésinn birtir einnig lukkukóða til að tæla ungmennin inná heimasíðu Kredia þannig að það fari örugglega ekki framhjá þeim hversu einfalt það er að taka lán, segir í fréttinni. „Það er spurning hvort unga stúlkan ætti ekki að forða sér hið snarasta úr þessu sambandi. Það byrjar alla vega ekki efnilega ef bíóferðin er upp á krít og það ekki ódýrri. Reyndar eru skilaboðin í auglýsingunni frekar gamaldags og karlmaðurinn settur í einkennilega stöðu. Það ætti ekki að vera neyðarlegt að hafa ekki efni á bíóferð til að vinna hjarta ungra stúlku. Vonandi hefur hann yfirsýn yfir fjárhagsstöðu sína og ætti ekki að fara í bíó nema vera viss um að eiga fyrir miðanum. Stúlkan ætti kannski að borga miðann sinn sjálf en ekki treysta á mann sem tekur lán fyrir bíómiða,” segir í fréttinni. Rannsóknarskýrslan er nýkomin út og í siðfræðikafla skýrslunnar er m.a. fjallað um ágenga markaðssetningu á lánum. Það hversu skuldsett heimilin í raun voru þegar hrunið varð gerir endurreisnina mun erfiðari en annars. Að lánafyrirtæki skuli markaðssetja rándýr skammtímalán svona grimmt, svona stutt eftir hrunið er sláandi, segir í fréttinni.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira