Þrjá mánuði að skrá Haga í Kauphöll Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. febrúar 2010 12:30 Það tekur að lágmarki þrjá mánuði að skrá Haga í Kauphöllina. Það tekur að lágmarki þrjá mánuði að skrá Haga í Kauphöllina eftir að slík beiðni er lögð þar inn, að sögn forstjóra Kauphallarinnar. Óvíst er hvað Arion banki þarf að afskrifa mikið vegna 1998 ehf., fyrrum eiganda Haga, en það gætu orðið fjörutíu milljarðar króna. Arion banki heldur nú utan um 98 prósenta hlut í Högum en 2 prósent eru í eigu stjórnendanna, Guðmundar Marteinssonar, framkvæmdastjóra Bónuss, Finns Árnasonar, forstjóra Haga og Jóhönnu Waagfjörð, fjármálastjóra Haga. Gæti þurft að afskrifa 40 milljarða króna Algjörlega óvíst er hvað Arion banki þarf að afskrifa mikið af skuldum þegar bankinn skráir Haga í Kauphöllina og selur síðan fyrirtækið í opnu söluferli. Rekstrarskuldir Haga eru 12-15 milljarðar króna og auk þess er gamla móðurfélagið 1998 ehf. algjörlega eignalaust og afar skuldsett, en miðað við gengisbreytingar lána til félagsins sem veitt voru þegar Hagar voru keyptir úr Baugi sumarið 2008, eru skuldir félagsins yfir 40 milljarðar króna. Gaumur, félag Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu, ISP, sem er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, og Bague, sem er í eigu Hreins Loftssonar, eru í ábyrgð vegna lána til félagsins 1998 en óvíst er hvort gengið verður að þessum ábyrgðum. Jafnframt er í lausu lofti hvað Arion banki fær mikið fyrir Haga í opnu söluferli. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka, segir að Arion banki hafi sínar hugmyndir um verð en ekki sé rétt að vera með vangaveltur um hugsanlegt útboðsgengi bréfa í Högum þegar fyrirtækið verður skráð í Kauphöllina. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir skráningu í Haga í Kauphöll afar jákvæð tíðindi. En hvað tekur langan tíma að skrá fyrirtækið á markað? „Svona ferli hjá okkur tekur kannski þrjá mánuði. Þetta fer mikið eftir aðstæðum og hvernig útboðs- skráningarlýsing, og sú vinna mun ganga. Væntanlega erum við að tala um í fyrsta lagi núna í vor," segir Þórður. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Það tekur að lágmarki þrjá mánuði að skrá Haga í Kauphöllina eftir að slík beiðni er lögð þar inn, að sögn forstjóra Kauphallarinnar. Óvíst er hvað Arion banki þarf að afskrifa mikið vegna 1998 ehf., fyrrum eiganda Haga, en það gætu orðið fjörutíu milljarðar króna. Arion banki heldur nú utan um 98 prósenta hlut í Högum en 2 prósent eru í eigu stjórnendanna, Guðmundar Marteinssonar, framkvæmdastjóra Bónuss, Finns Árnasonar, forstjóra Haga og Jóhönnu Waagfjörð, fjármálastjóra Haga. Gæti þurft að afskrifa 40 milljarða króna Algjörlega óvíst er hvað Arion banki þarf að afskrifa mikið af skuldum þegar bankinn skráir Haga í Kauphöllina og selur síðan fyrirtækið í opnu söluferli. Rekstrarskuldir Haga eru 12-15 milljarðar króna og auk þess er gamla móðurfélagið 1998 ehf. algjörlega eignalaust og afar skuldsett, en miðað við gengisbreytingar lána til félagsins sem veitt voru þegar Hagar voru keyptir úr Baugi sumarið 2008, eru skuldir félagsins yfir 40 milljarðar króna. Gaumur, félag Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu, ISP, sem er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, og Bague, sem er í eigu Hreins Loftssonar, eru í ábyrgð vegna lána til félagsins 1998 en óvíst er hvort gengið verður að þessum ábyrgðum. Jafnframt er í lausu lofti hvað Arion banki fær mikið fyrir Haga í opnu söluferli. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka, segir að Arion banki hafi sínar hugmyndir um verð en ekki sé rétt að vera með vangaveltur um hugsanlegt útboðsgengi bréfa í Högum þegar fyrirtækið verður skráð í Kauphöllina. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir skráningu í Haga í Kauphöll afar jákvæð tíðindi. En hvað tekur langan tíma að skrá fyrirtækið á markað? „Svona ferli hjá okkur tekur kannski þrjá mánuði. Þetta fer mikið eftir aðstæðum og hvernig útboðs- skráningarlýsing, og sú vinna mun ganga. Væntanlega erum við að tala um í fyrsta lagi núna í vor," segir Þórður.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira