Erlent

Bandaríkjamenn grunaðir um að smygla börnum frá Haítí

Frá höfuðborginni Port au Prince fyrr í mánuðinum. Börnin sem Bandaríkjamennirnir ætluðu að smygla úr landi voru á aldrinum tveggja mánaða til tólf ára.
Frá höfuðborginni Port au Prince fyrr í mánuðinum. Börnin sem Bandaríkjamennirnir ætluðu að smygla úr landi voru á aldrinum tveggja mánaða til tólf ára. Mynd/AP
Tíu Bandaríkjamenn, meðlimir trúfélags Babtista í Idaho, voru handteknir á Haítí í gær en þeir eru grunaðir um að hafa ætlað að smygla 33 börnum úr landi. Börnin eru á aldrinum tveggja mánaða til tólf ára.

Bandaríkjamennirnir, fimm konur og fimm karlmenn, voru stöðvaðir á landamærum Haítí og Dóminíska lýðveldisins en þeir sögðust hafa ætlað að flytja börnin á munaðarleysingahæli sem þeir væru að koma upp í Dóminíska lýðveldinu. Þeir höfðu hins vegar engin skjöl meðferðis sem heimiluðu þeim að flytja börnin úr landi. Lögreglan fór með þá grunuðu til Port au Prince, höfuðborgar Haítí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×