Hvers vegna var Icesave tekið úr sáttaferlinu? Eiríkur Bergmann Einarsson skrifar 27. janúar 2010 06:00 Ein áleitnasta ráðgátan í Icesave-málinu, sem nú hefur plagað þjóðin vel á annað ár, er hvers vegna fjármálaráðherra kaus að taka málið úr sáttaferlinu sem því hafði loks verið komið í með Brussel-viðmiðunum svokölluðu, sem kváðu meðal annars á um þverþjóðlega aðkomu fleiri Evrópuríkja að lausn málsins, og ákvað þess í stað að hefja tvíhliða viðræður við Breta og Hollendinga. Brussel-viðmiðin frá 14. nóvember 2008 voru niðurstaða fjölþjóðlegs sáttaferils sem íslensk stjórnvöld náðu loksins fram eftir fátið sem varð í kjölfar falls bankanna. Áður hafði fjármálaráðherra Íslands meira að segja samþykkt bindandi gerðardóm sem viðsemjandinn hafði nánast í hendi sér og innlend stjórnvöld höfðu í trekk samþykkt undarlegustu skilmála í deilunni. En með Brussel-viðmiðunum, sem samþykkt voru í kjölfar fundar fjármálaráðherra allra ESB-ríkja, undir forsæti Frakka, tókst loks að koma málinu undan krumlu Breta og Hollendinga og inn á hinn sameiginlega vettvang í Brussel – þar sem það átti alltaf heima enda snýst það um sameiginlegar reglur á Evrópska efnahagssvæðinu. Í viðmiðunum undirgengust íslensk stjórnvöld það eitt að EES-réttur gildi auðvitað hér á landi sem annars staðar á svæðinu en fyrri þvingunarsamningar féllu um leið úr gildi. Á móti fékkst sú mikilvæga viðurkenning að í komandi samningum ætti að taka tillit til sérstakra og fordæmislausra aðstæðna á Íslandi eftir hrun og um leið var pólitísk aðkoma Evrópusambandsins til að miðla málum tryggð. Franski fjármálaráðherrann, Christine Lagarde, gegndi hér lykilhlutverki og utanríkisráðherra Spánar, Miguel Angel Moratinos, tók að sögn undir sjónarmið Íslands á bak við tjöldin. Þann 5. desember samþykkti Alþingi svo tillögu um að hefja samninga á grundvelli Brussel-viðmiðana. Það var hins vegar aldrei gert. Einhverra undarlegra og enn þá óútskýrðra hluta vegna kaus nýr fjármálaráðherra nefnilega að taka málið úr sáttaferlinu. Í stað þess að gera marghliða þjóðréttarsamning í samstarfi við ESB fól hann pólitískum trúnaðarmönnum sínum að ganga frá einkaréttarlegum lánasamningi við fjármálaráðuneyti Breta og Hollendinga. Getur verið að það hafi verið gert án samráðs við stofnanir ESB eða aðra forsvarsmenn þess? Á þessum tíma mátti mönnum vera ljóst að tvíhliða viðræður við fjármálaráðuneyti Bretlands og Hollands myndu í öllum tilvikum skila lakari niðurstöðu heldur en yrði með marghliða pólitískri lausn á Evrópuvettvangi – en hlutverk allra fjármálaráðuneyta er að hámarka afkomu eigin ríkissjóðs. Að auki var svo auðvitað ólöglegt að hunsa þingsályktunartillöguna með þeim hætti sem gert var. Því stendur upp á fjármálaráðherra að svara spurningunni: Hvers vegna kaus hann að taka málið úr sáttaferlinu? Nú geta menn svo sannarlega haft ólíkar skoðanir á réttmæti synjunar forsetans en með henni höfum við nú fengið annað tækifæri til að leita sátta á breiðum grundvelli. Mikilvægt er að grípa þetta örþrönga færi og koma málinu á nýjan leik inn á Evrópuvettvanginn og þannig undan hrömmum fjármálaráðuneyta Bretlands og Hollands. Svo virðist þó að enn sé deilt um það innan ríkisstjórnarinnar, að einhverjir vilji jafnvel frekar fá Norðmenn til að miðla málum heldur en leiðtoga Evrópusambandsins. Ef rétt er lýsir það annað hvort pólitískri blindu eða vanþekkingu á eðli alþjóðamála. Fyrir utan að eiga mun meira undir Bretum en Íslendingum hafa Norðmenn engin áhrif á Evrópuvettvangi og gagnast því lítið í málafylgju fyrir Ísland í þessu máli. Eina leiðin til að ná betri útkomu er að fá leiðtoga ESB að málinu. Því miður eru teikn um að pólitísk afstaða til ESB-aðildar blandist með óheppilegum hætti inn í afstöðu sumra íslenskra stjórnmálamanna til málsins. Því er rétt að taka fram að í aðkomu ESB að Icesave-málinu er ekki að finna neina röksemd fyrir Evrópusambandsaðild Íslands – það er allt annað og seinni tíma mál. Ég hef áður lýst efasemdum um hyggindi þess að klofin ríkisstjórn semji um ESB-aðild. Framkvæmdastjórn ESB hefur ekki mikinn hvata til að gefa eftir í aðildarviðræðum við ríki sem hún hefur ekki trú á að hafi nægjanlega tryggt pólitískt bakland til að koma málinu í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu heima fyrir. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ein áleitnasta ráðgátan í Icesave-málinu, sem nú hefur plagað þjóðin vel á annað ár, er hvers vegna fjármálaráðherra kaus að taka málið úr sáttaferlinu sem því hafði loks verið komið í með Brussel-viðmiðunum svokölluðu, sem kváðu meðal annars á um þverþjóðlega aðkomu fleiri Evrópuríkja að lausn málsins, og ákvað þess í stað að hefja tvíhliða viðræður við Breta og Hollendinga. Brussel-viðmiðin frá 14. nóvember 2008 voru niðurstaða fjölþjóðlegs sáttaferils sem íslensk stjórnvöld náðu loksins fram eftir fátið sem varð í kjölfar falls bankanna. Áður hafði fjármálaráðherra Íslands meira að segja samþykkt bindandi gerðardóm sem viðsemjandinn hafði nánast í hendi sér og innlend stjórnvöld höfðu í trekk samþykkt undarlegustu skilmála í deilunni. En með Brussel-viðmiðunum, sem samþykkt voru í kjölfar fundar fjármálaráðherra allra ESB-ríkja, undir forsæti Frakka, tókst loks að koma málinu undan krumlu Breta og Hollendinga og inn á hinn sameiginlega vettvang í Brussel – þar sem það átti alltaf heima enda snýst það um sameiginlegar reglur á Evrópska efnahagssvæðinu. Í viðmiðunum undirgengust íslensk stjórnvöld það eitt að EES-réttur gildi auðvitað hér á landi sem annars staðar á svæðinu en fyrri þvingunarsamningar féllu um leið úr gildi. Á móti fékkst sú mikilvæga viðurkenning að í komandi samningum ætti að taka tillit til sérstakra og fordæmislausra aðstæðna á Íslandi eftir hrun og um leið var pólitísk aðkoma Evrópusambandsins til að miðla málum tryggð. Franski fjármálaráðherrann, Christine Lagarde, gegndi hér lykilhlutverki og utanríkisráðherra Spánar, Miguel Angel Moratinos, tók að sögn undir sjónarmið Íslands á bak við tjöldin. Þann 5. desember samþykkti Alþingi svo tillögu um að hefja samninga á grundvelli Brussel-viðmiðana. Það var hins vegar aldrei gert. Einhverra undarlegra og enn þá óútskýrðra hluta vegna kaus nýr fjármálaráðherra nefnilega að taka málið úr sáttaferlinu. Í stað þess að gera marghliða þjóðréttarsamning í samstarfi við ESB fól hann pólitískum trúnaðarmönnum sínum að ganga frá einkaréttarlegum lánasamningi við fjármálaráðuneyti Breta og Hollendinga. Getur verið að það hafi verið gert án samráðs við stofnanir ESB eða aðra forsvarsmenn þess? Á þessum tíma mátti mönnum vera ljóst að tvíhliða viðræður við fjármálaráðuneyti Bretlands og Hollands myndu í öllum tilvikum skila lakari niðurstöðu heldur en yrði með marghliða pólitískri lausn á Evrópuvettvangi – en hlutverk allra fjármálaráðuneyta er að hámarka afkomu eigin ríkissjóðs. Að auki var svo auðvitað ólöglegt að hunsa þingsályktunartillöguna með þeim hætti sem gert var. Því stendur upp á fjármálaráðherra að svara spurningunni: Hvers vegna kaus hann að taka málið úr sáttaferlinu? Nú geta menn svo sannarlega haft ólíkar skoðanir á réttmæti synjunar forsetans en með henni höfum við nú fengið annað tækifæri til að leita sátta á breiðum grundvelli. Mikilvægt er að grípa þetta örþrönga færi og koma málinu á nýjan leik inn á Evrópuvettvanginn og þannig undan hrömmum fjármálaráðuneyta Bretlands og Hollands. Svo virðist þó að enn sé deilt um það innan ríkisstjórnarinnar, að einhverjir vilji jafnvel frekar fá Norðmenn til að miðla málum heldur en leiðtoga Evrópusambandsins. Ef rétt er lýsir það annað hvort pólitískri blindu eða vanþekkingu á eðli alþjóðamála. Fyrir utan að eiga mun meira undir Bretum en Íslendingum hafa Norðmenn engin áhrif á Evrópuvettvangi og gagnast því lítið í málafylgju fyrir Ísland í þessu máli. Eina leiðin til að ná betri útkomu er að fá leiðtoga ESB að málinu. Því miður eru teikn um að pólitísk afstaða til ESB-aðildar blandist með óheppilegum hætti inn í afstöðu sumra íslenskra stjórnmálamanna til málsins. Því er rétt að taka fram að í aðkomu ESB að Icesave-málinu er ekki að finna neina röksemd fyrir Evrópusambandsaðild Íslands – það er allt annað og seinni tíma mál. Ég hef áður lýst efasemdum um hyggindi þess að klofin ríkisstjórn semji um ESB-aðild. Framkvæmdastjórn ESB hefur ekki mikinn hvata til að gefa eftir í aðildarviðræðum við ríki sem hún hefur ekki trú á að hafi nægjanlega tryggt pólitískt bakland til að koma málinu í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu heima fyrir. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun