Innlent

Halda áfram að mótmæla á morgun

Fólkið ætlar að hittast fyrir framan Seðlabankann á morgun og mótmæla.
Fólkið ætlar að hittast fyrir framan Seðlabankann á morgun og mótmæla. Mynd/Frikki
Hópur fólks ætlar að halda áfram að mótmæla á morgun fyrir framan Seðlabanka Íslands. Fólkið ætlar að hittast klukkan tólf á hádegi og halda uppteknum hætti en fólkið mótmælti í dag. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er ekki búið að gera neinar ráðstafanir vegna mótmælanna, en þau fóru friðsamlega fram í dag.

„Hvar er sú þjóð stödd sem hefur það hefur það ríkisvald að virða ekki dóm Hæstaréttar landsins? Við látum því ekki deigan síga og höldum ótröð áfram til að sýna að við gefmust ekki upp. Ekkert hefur heyrst frá Seðlabanka Íslands, Fjárhagseftirlitinu, né Ríkisstjórn um neinar breytingar. Við munum halda því ótrauð áfram því við sættum okkur ekki við að æðsti dómur landsins sé er hunsaður á þennan hátt," segir á Fésbókarsíðu hópsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×