Erlent

Mörghundruð gervibrúðkaup

Óli Tynes skrifar
Hvað sagðistu heita?
Hvað sagðistu heita?

Breskur prestur hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að gefa hundruð para saman í málamyndahjónabönd til þess að karlmennirnir fengju landvistarleyfi í Bretlandi.

Karlmennirnir voru nær allir frá Afríku. Konurnar voru frá Austur-Evrópu en með búseturétt í Bretlandi. Þær fengu greitt fyrir að giftast mönnunum.

Presturinn var sakfelldur fyrir að brjóta innflytjendalög með giftingunum. Tveir aðrir menn voru einnig dæmdir í fjögurra ára fanvelsi fyrir að eiga þátt í sjónarspilinu.

Presturinn neitar að hafa gert þetta í ábataskyni. Hann hafi stundum bara gleymt að skoða skilríki hjónaefnanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×