Hvers vegna kvennafrí – konurnar fagna því 23. október 2010 06:00 Í fjórða sinn boða íslenskar kvennahreyfingar til kvennafrídags eða kvennaverkfalls eins og sumar vilja kalla þennan viðburð. Það var árið 1975 á kvennaári Sameinuðu þjóðanna sem konur voru hvattar í fyrsta sinn til að ganga út af heimilum sínum eða vinnustöðum til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Á árunum í kringum 1970 reis mikil og kröftug umræða um stöðu kvenna, einkum á Vesturlöndum, og öflugar kvennahreyfingar urðu til. Umræðan náði smám saman inn fyrir veggi Sameinuðu þjóðanna, þar sem Helvi Sipilä frá Finnlandi var aðstoðarframkvæmdastjóri. Hún hvatti til umræðu um stöðu kvenna á þessum vettvangi þjóðanna og var samþykkt 1973 að gera árið 1975 að kvennaári og að halda þá stóra kvennaráðstefnu í Mexíkó. Líklega var kvennaárið hvergi nýtt eins vel og á Íslandi. Hver viðburðurinn rak annan, allt frá ráðstefnu láglaunakvenna sem Rauðsokkahreyfingin stóð fyrir til stórrar ráðstefnu á Hótel Loftleiðum þar sem samþykkt var að hvetja til kvennafrídags. Sá dagur var haldinn á degi Sameinuðu þjóðanna 24. október með pompi og prakt um land allt en náði hámarki með glæsilegum útifundi á Lækjartorgi í Reykjavík. Þar kyrjuðu þúsundir kvenna Áfram stelpur og kór söng ljóð Valborgar Bentsdóttur Hvers vegna kvennafrí? sem ort var í tilefni dagsins. Kvennafríið vakti heimsathygli en hér voru sumir orðnir leiðir og sungu: Kvöl er kvennaárið. Mikið vatn hefur til sjávar runnið frá árinu 1975. Þá snerust kröfur kvenna um launajafnrétti, bættar aðstæður kvenna til að stunda vinnu utan heimilis, viðurkenningu á heimilisstörfum og ýmislegt fleira. Þegar þarna var komið sögu sátu aðeins þrjár konur á Alþingi og konur í sveitarstjórnum voru örfáar. Atvinnuþátttaka kvenna fór ört vaxandi en þær ráku sig á ótal veggi. Nú, 35 árum síðar, er Ísland í efsta sæti jafnréttislista World Economic Forum. Ástæðan er stóraukinn hlutur kvenna í opinberum valdastofnunum samfélagsins, mikil menntun og gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu miðað við önnur lönd. Sá þáttur sem kemur verst út hjá okkur er vinnumarkaðurinn en viðvarandi launamisrétti og lágt hlutfall kvenna í stjórnum og við stjórnun fyrirtækja er himinhrópandi. Árið 1975 var lítil umræða um ofbeldi karla gegn konum og fáir gerðu sér ljóst hve víðtækt, margþætt og útbreitt það væri. Nú, 35 árum síðar, er ofbeldi karla gegn konum eitt helsta viðfangsefni umræðunnar um stöðu kynjanna. Um það bil þriðja hver kona í heiminum verður fyrir einhvers konar kynbundnu ofbeldi á ævi sinni og fjórða hver kona upplifir ofbeldi í nánum samböndum. Ofbeldi er mest á átaka- og hamfarasvæðum, í flóttamannabúðum og þar sem fátækt og eymd ráða ríkjum. Rannsóknir á Íslandi sýna að um 1.800 konur hér á landi búa árlega við ofbeldi í nánum samböndum og ekki þarf að minna á þann skelfilega fjölda barna sem verður fyrir kynferðislegri misnotkun ár hvert. Það er því sannarlega verk að vinna þegar boðað er til fjórða kvennafrídagsins. Það þarf að leita nýrra leiða til að útrýma kynbundnum launamun. Hann mælist á bilinu 7-17% eftir því hvaða breytur eru notar. Þá er ekki síður mikilvægt að bæta kjör umönnunarstéttanna sem eru einhverjar mikilvægustu stéttir nútímaþjóðfélags. Án þeirra snúast hjólin ekki. Það þarf að fá fyrirtækin til að skoða launamálin rækilega innan sinna veggja og grípa til aðgerða. Þær eru til og vilji er allt sem þarf. Ríkið á að ganga á undan með góðu fordæmi og taka sveitarfélögin sér til fyrirmyndar en sum þeirra hafa nánast útrýmt launamun kynjanna. Misrétti á ekki að líða. Það er einnig ærið verkefni að kveða niður kynbundið ofbeldi. Þar þarf að stórauka umræður og fræðslu bæði meðal almennings og fagstétta. Það þarf að bæta aðstæður brotaþola en ekki síst að beina sjónum að gerendum, þeim sem bera ábyrgðina á ofbeldinu, byrgja brunninn og bjóða þeim eða skikka til meðferðar. Um leið og ég hvet konur um allt land til þátttöku í kvennafrídeginum skora ég á íslenska karla að leggja jafnréttisbaráttu kynjanna lið, því hún snýst fyrst og fremst um gagnkvæma virðingu, betra samfélag og bætt lífsgæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Í fjórða sinn boða íslenskar kvennahreyfingar til kvennafrídags eða kvennaverkfalls eins og sumar vilja kalla þennan viðburð. Það var árið 1975 á kvennaári Sameinuðu þjóðanna sem konur voru hvattar í fyrsta sinn til að ganga út af heimilum sínum eða vinnustöðum til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Á árunum í kringum 1970 reis mikil og kröftug umræða um stöðu kvenna, einkum á Vesturlöndum, og öflugar kvennahreyfingar urðu til. Umræðan náði smám saman inn fyrir veggi Sameinuðu þjóðanna, þar sem Helvi Sipilä frá Finnlandi var aðstoðarframkvæmdastjóri. Hún hvatti til umræðu um stöðu kvenna á þessum vettvangi þjóðanna og var samþykkt 1973 að gera árið 1975 að kvennaári og að halda þá stóra kvennaráðstefnu í Mexíkó. Líklega var kvennaárið hvergi nýtt eins vel og á Íslandi. Hver viðburðurinn rak annan, allt frá ráðstefnu láglaunakvenna sem Rauðsokkahreyfingin stóð fyrir til stórrar ráðstefnu á Hótel Loftleiðum þar sem samþykkt var að hvetja til kvennafrídags. Sá dagur var haldinn á degi Sameinuðu þjóðanna 24. október með pompi og prakt um land allt en náði hámarki með glæsilegum útifundi á Lækjartorgi í Reykjavík. Þar kyrjuðu þúsundir kvenna Áfram stelpur og kór söng ljóð Valborgar Bentsdóttur Hvers vegna kvennafrí? sem ort var í tilefni dagsins. Kvennafríið vakti heimsathygli en hér voru sumir orðnir leiðir og sungu: Kvöl er kvennaárið. Mikið vatn hefur til sjávar runnið frá árinu 1975. Þá snerust kröfur kvenna um launajafnrétti, bættar aðstæður kvenna til að stunda vinnu utan heimilis, viðurkenningu á heimilisstörfum og ýmislegt fleira. Þegar þarna var komið sögu sátu aðeins þrjár konur á Alþingi og konur í sveitarstjórnum voru örfáar. Atvinnuþátttaka kvenna fór ört vaxandi en þær ráku sig á ótal veggi. Nú, 35 árum síðar, er Ísland í efsta sæti jafnréttislista World Economic Forum. Ástæðan er stóraukinn hlutur kvenna í opinberum valdastofnunum samfélagsins, mikil menntun og gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu miðað við önnur lönd. Sá þáttur sem kemur verst út hjá okkur er vinnumarkaðurinn en viðvarandi launamisrétti og lágt hlutfall kvenna í stjórnum og við stjórnun fyrirtækja er himinhrópandi. Árið 1975 var lítil umræða um ofbeldi karla gegn konum og fáir gerðu sér ljóst hve víðtækt, margþætt og útbreitt það væri. Nú, 35 árum síðar, er ofbeldi karla gegn konum eitt helsta viðfangsefni umræðunnar um stöðu kynjanna. Um það bil þriðja hver kona í heiminum verður fyrir einhvers konar kynbundnu ofbeldi á ævi sinni og fjórða hver kona upplifir ofbeldi í nánum samböndum. Ofbeldi er mest á átaka- og hamfarasvæðum, í flóttamannabúðum og þar sem fátækt og eymd ráða ríkjum. Rannsóknir á Íslandi sýna að um 1.800 konur hér á landi búa árlega við ofbeldi í nánum samböndum og ekki þarf að minna á þann skelfilega fjölda barna sem verður fyrir kynferðislegri misnotkun ár hvert. Það er því sannarlega verk að vinna þegar boðað er til fjórða kvennafrídagsins. Það þarf að leita nýrra leiða til að útrýma kynbundnum launamun. Hann mælist á bilinu 7-17% eftir því hvaða breytur eru notar. Þá er ekki síður mikilvægt að bæta kjör umönnunarstéttanna sem eru einhverjar mikilvægustu stéttir nútímaþjóðfélags. Án þeirra snúast hjólin ekki. Það þarf að fá fyrirtækin til að skoða launamálin rækilega innan sinna veggja og grípa til aðgerða. Þær eru til og vilji er allt sem þarf. Ríkið á að ganga á undan með góðu fordæmi og taka sveitarfélögin sér til fyrirmyndar en sum þeirra hafa nánast útrýmt launamun kynjanna. Misrétti á ekki að líða. Það er einnig ærið verkefni að kveða niður kynbundið ofbeldi. Þar þarf að stórauka umræður og fræðslu bæði meðal almennings og fagstétta. Það þarf að bæta aðstæður brotaþola en ekki síst að beina sjónum að gerendum, þeim sem bera ábyrgðina á ofbeldinu, byrgja brunninn og bjóða þeim eða skikka til meðferðar. Um leið og ég hvet konur um allt land til þátttöku í kvennafrídeginum skora ég á íslenska karla að leggja jafnréttisbaráttu kynjanna lið, því hún snýst fyrst og fremst um gagnkvæma virðingu, betra samfélag og bætt lífsgæði.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun