Erlent

Mótmæla breyttri kjarnorkuáætlun

Aðgerðasinnar hengja mótmælaplagg á höfuðstöðvar Kristilegra demókrata í Þýskalandi.Fréttablaðið/AP
Aðgerðasinnar hengja mótmælaplagg á höfuðstöðvar Kristilegra demókrata í Þýskalandi.Fréttablaðið/AP

Grænfriðungar létu sig í gær síga ofan af höfuðstöðvum flokks Angelu Merkel Þýskalandskanslara með borða þar sem kjarnorku er mótmælt. Aðgerðirnar eru meðal fjölda annarra þar sem fyrirætlunum stjórnar Merkel um að framlengja líf kjarnorkuvera í Þýskalandi er mótmælt.

Merkel hefur varið óvinsæla ákvörðun stjórnarinnar um að hætta við úreldingu kjarnorkuveranna fyrir árið 2021. Hún segir að kjarnorku þurfi til að útvega ódýra og trygga orku fram til 2050 þegar endurnýjanlegir orkukostir hafi verið teknir í notkun. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×